Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

129. fundur 24. september 2024 kl. 09:30 - 11:50 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 12. júní 2024.

Í vinnslu.

3.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, og Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmdamála, sátu fundinn undir þessum lið og kynntu frumathugun vegna stækkunar Seyðisfjarðarskóla.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri og Rúnar Matthíasson - mæting: 10:00

4.Erindi frá Austurbrú og SSA um þátttöku í nýju verkefni

Málsnúmer 202301168Vakta málsnúmer

Á fundinum undir þessum lið sátu þær Dagmar Ýr Stefánsdóttir og Eva Mjöll Júlíusdóttir og kynntu Eyglóar-verkefnið.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Dagmar Ýr Stefánssdóttir og Eva Mjöll Júlíusdóttir - mæting: 10:30

5.Erindi vegna Faktorshúss á Djúpavogi

Málsnúmer 202409048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Elís Pétri Elíssyni, fyrir hönd Goðaborgar ehf, dagsett 4. september 2024, um áframhaldandi uppbyggingu á Faktorshúsinu á Djúpavogi og eignarhald á því.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi til umsagnar hjá heimastjórn Djúpavogs og verður erindið tekið til endanlegrar afgreiðslu í byggðaráði er umsögn heimastjórnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.120 ára afmæli Lagarfljótsbrúar

Málsnúmer 202409086Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Benedikt V. Waren þar sem lögð er fram tillaga um að skipaður verði starfshópur í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá því að Lagarfljót var brúað. Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að sveitarstjóri og atvinn- og menningarmálastjóri vinni málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 10:00

7.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.08.2024.

Lagt fram til kynningar.

8.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 18.09.2024.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

9.Samráðsgátt. Drög að flokkun fimm virkjunarkosta

Málsnúmer 202406064Vakta málsnúmer

Fyrir liggur, frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu kynning til samráðs, mál nr. 139/2024 „Tillaga að flokkun fimm virkjunarkosta“. Umsagnarfrestur er til 27.09.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings ítrekar þær athugasemdir, varðandi flokkun virkjanakostanna fimm, er samþykktar voru á fundi byggðaráðs 18. júní 2024 og felur sveitarstjóra að koma þeim á framfæri fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt með þrem atkvæðum, tveir á móti (HHÁ,HÞ)

Helgi Hlynur Ásgrímsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG í byggðaráði fagnar því ef það gengur eftir að Hamarsvirkjun fari í vermdarflokk rammaáætlunar. Jafnframt harmar hann skamsýni byggaðaráðs að mótmæla friðuninni og draga faglegheit niðurstöðunar í efa.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?