Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

121. fundur 01. júlí 2024 kl. 08:30 - 11:36 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr.1-7.

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Umræðu frá síðasta fundi áframhaldið.
Fyrir liggja drög að vinnslutillögu greinargerðar aðalskipulags þar sem bætt hefur verið við umfjöllun um atvinnulíf. Jafnframt er tekin til umræðu þróun íbúðasvæða auk verslunar- og þjónustusvæða í þéttbýli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Ráðið leggur áherslu á að vinnu byggðaráðs við gerð atvinnustefnu Múlaþings verði hraðað sem kostur er svo stefnan geti nýst við stefnumótun aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða.

2.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Í upphafi máls nr. 2 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 2 og 3 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.

Vinnslutillaga fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar og nýju safnasvæði var kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 16. apríl 2024.
Fyrir liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma og viðbrögð við þeim, auk uppfærðrar skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við ábendingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við byggðaráð, sem fer með heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulag, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106146Vakta málsnúmer

Í upphafi máls nr. 2 vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir liðum 2 og 3 sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu beggja mála.

Vinnslutillaga fyrir breytingu á gildandi deiliskipulagi Hafnasvæðis, Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar var kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 16. apríl 2024.
Fyrir liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma og viðbrögð við þeim, auk uppfærðrar skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við ábendingum.

Málið er áfram í vinnslu.

4.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærð skipulagstillaga að nýju deiliskipulagi í landi Klaustursels á Jökuldal. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar V-lista (PH og ÁMS) lögðu fram eftirfarandi bókun:
Þar sem Stuðlafoss er á náttúruminjaskrá þarf að gæta sérstakrar varúðar við framkvæmdir í og við fossinn sbr. kafla 5.3 um minja- og verndarsvæði í greinargerð deiliskipulagsins.

5.Deiliskipulagsbreyting, Ný aðveitustöð á Hryggstekk í Skriðdal

Málsnúmer 202406165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Verkís, fyrir hönd Landsnets, þar sem óskað er eftir heimild til breytinga á deiliskipulagi Fljótsdalslínu 3 og 4 í Skriðdal vegna byggingu nýrrar aðveitustöðvar. Jafnframt liggur fyrir tillaga frá Verkís að breytingu á skipulaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi

Málsnúmer 202208140Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Djúpavogs þar sem ítrekaðar eru fyrri bókanir um að ráðist verði í vinnu við deiliskipulag í miðbæ Djúpavogs án tafar með það að markmiði að laga aðstöðu fyrir íbúa og gesti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Það er mat umhverfis- og framkvæmdaráðs að betur fari á því að klára vinnu við gerð nýs aðalskipulags Múlaþings þar sem horft verður til þeirra ábendinga sem fram hafa komið um miðbæjarsvæði Djúpavogs, áður en hafist verður handa við gerð nýs deiliskipulags svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vatnsból og lagnir, Búlandsá Teigarhorn

Málsnúmer 202406067Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum ehf. vegna fyrirhugaðra framkvæmda við virkjun nýs vatnsbóls við Búlandsá ásamt tilheyrandi lagnaframkvæmdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

8.Fiskeldissjóður, umsóknir 2024

Málsnúmer 202402192Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir við slökkvistöðina á Djúpavogi; verklýsing, kostnaðaráætlun og áfangaskipting.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja viðgerðir á slökkvistöðinni í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÁHB) sat hjá.

9.Skipulögð geymslusvæði, reglur og leigusamningur

Málsnúmer 202406108Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

10.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka til umræðu stöðu verkefnisins í heild.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að eiga samskipti við aðila samnings um Gamla ríkið og kanna möguleikana á því að fá aðra eða fleiri aðila að verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

11.Hleðslustöðvar í Múlaþingi

Málsnúmer 202309071Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:36.

Getum við bætt efni þessarar síðu?