Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

13. fundur 09. júní 2021 kl. 14:00 - 15:50 á Hótel Framtíð
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir 2. varamaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Frétt
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir Fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ofanflóðavarnir undir Bjólfi á Seyðisfirði - verkhönnun

Málsnúmer 202012052Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 02.06.2021, að töku tilboðs í útboð nr. 21438 Ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Aldan og Bakkahverfi, Fornleifagröftur.
Til máls tóku: Þröstur Jónsson,Hildur Þórisdóttir sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að tilboði Antikva ehf. í verkið, að fjárhæð kr. 198.462.000, verði tekið.


Samþykkt með handauppréttingu en einn sat hjá (ÞJ) og gerði grein fyrir atkvæði sínu.





2.Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202012016Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 26.05.2021, þar sem tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps er samþykkt og vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings er sammála afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 til 2020 er snýr að stækkun athafnasvæðis við Háukletta.

Samþykkt samhljóða með handaupptréttingu

3.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 02.06.2021, varðandi breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna námu í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna námu í Stafdal og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalskipulag, hafnarsvæði á Seyðisfirði aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað skipulagsráðgjafa, ásamt uppdrætti, varðandi mögulega stækkun hafnarsvæðis á Seyðisfirði.

Til máls tóku :Hildur Þórisdóttir bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings er sammála þeim áherslum er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði og uppdrætti varðandi mögulega stækkun hafnarsvæðis á Seyðisfirði. Fyrir liggur að þörf er á auknu landrými fyrir hafnsækna starfsemi m.a. á svæðinu og eru fyrirliggjandi tillögur til þess fallnar að bregðast við því. Sveitarstjórn Múlaþings felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins að hefja vinnu við breytingu aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna og beinir því jafnframt til heimastjórnar Seyðisfjarðar að taka afstöðu til þess að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags samhliða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnisnám í Múlaþingi

Málsnúmer 202104077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Seyðisfjörður breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4

Málsnúmer 202102153Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 02.06.2021, varðandi breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna Vesturvegar 4.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gert verði ráð fyrir 5-6 bílastæðum í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna Vesturvegar 4 án þess að byggingarmagn lóða verði aukið. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa breytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

7.Hammersminni 2 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 202104108Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 19.05.2021, varðandi fyrirhugaða framkvæmd á verndarsvæði í byggð á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að farið verði í fyrirhugaða framkvæmd við Hammersminni 2 á Djúpavogi, enda hefur verið og verður staðið að málum í samræmi við lög og reglur varðandi verndarsvæði í byggð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

8.Reglur Múlaþings um garðslátt

Málsnúmer 202105258Vakta málsnúmer

Fyrir lágu til staðfestingar reglur Múlaþings um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja samþykktar af fjölskylduráði Múlaþings 27.05.2021 og af umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings 02.06.2021.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson bar fram fyrirspurn, Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson sem svaraði fyrirspurnum, Berglind H.Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson og Elvar Snær Kristjánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fjölskylduráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í sveitarfélaginu og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með handauppréttingu en einn sat hjá (ES)

9.Samþykkt um fráveitur í Múlaþingi

Málsnúmer 202102250Vakta málsnúmer

Fyrir lág tillaga um samþykkt um fráveitur í Múlaþingi til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um fráveitur í Múlaþingi og felur sveitarstjóra að sjá til þess að samþykktin verðið virkjuð og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

10.Almannavarnir-skipulag

Málsnúmer 202105280Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 01.06.2021, þar sem lýst er yfir stuðningi við það skipulag sem samþykkt var á fundi Almannavarnanefndar Austurlands, dags. 19.04.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með byggðaráði og styður það skipulag er samþykkt hefur verið af Almannavarnanefnd Austurlands. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Múlaþings, að tillögu byggðaráðs, að sveitarstjóri Múlaþings taki sæti sem aðalmaður í almannavarnahópi þeim er sveitarfélagið tilheyrir og að fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði verði til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

11.Vegagerðin verklagsreglur vegna útboða - Ósk um úttekt

Málsnúmer 202106017Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá sveitarstjórnarfulltrúa Jakobi Sigurðssyni um verklag Vegagerðar ríkisins varðandi útboð fyrirhugaðra framkvæmda.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Kristjana Sigurðardóttir og Berglind H.Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir yfir óánægju með að enn skuli ekki hafa farið fram útboð á veigamiklum framkvæmdum, s.s. Borgafjarðarveg Eiðar Laufás, Arnórsstaðir efri Jökuldal, Ásklif í Fellum og Gilsárbrú, sem samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir í ár. Sveitarstjóra falið að koma á fundi sveitarstjórnar og Vegagerðar hið fyrsta þar sem þessi mál og önnur aðkallandi verkefni innan sveitarfélagsins verði til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu


12.Samþykkt um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi

Málsnúmer 202102195Vakta málsnúmer

Fyrir lá, til síðari umræðu, samþykkt um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi og felur sveitarstjóra að sjá til þess að samþykktin verði virkjuð og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

13.Opið bréf til sveitarstjórnar Múlaþings - Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Málsnúmer 202105190Vakta málsnúmer

Fyrir lá opið bréf til sveitarstjórnar frá VÁ, félagi um vernd fjarða, þar sem óskað er eftir því að mál, er rætt var m.a. á sveitarstjórnarfundi Múlaþings 12.05.2021 undir liðnum Strandsvæðisskipulag á Austurlandi, verði tekið fyrir að nýju. Jafnframt lá fyrir minnisblað varðandi málið frá lögmanni sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Björn Ingimarsson og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi lögfræðiálits m.a. má ljóst vera að ákveðins misskilnings gætir í erindi VÁ, félags um vernd fjarða, hvað skipulagsvald sveitarfélaga varðar. Sveitarstjórn Múlaþings hefur komið að málum er snúa að fyrirhuguðu fiskeldi á Seyðisfirði, m.a., í samræmi við það er lög og reglur kveða á um auk þess að koma ákveðið á framfæri áherslum er varða samfélagslega hagsmuni svæðisins. Sveitarstjórn Múlaþings mun áfram koma að þessu máli með þeim hætti er lög kveða á um og mun hafa hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi í sinni vinnu. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.

Samþykkt með 9 atkvæðum, einn var á móti(JS)og einn sat hjá(HÞ)
Jódís Skúladóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórnarfulltrúi VG, Jódís Skúladóttir, lýsir yfir vonbrigðum með viljaleysi meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings til þess að leysa úr málinu á farsælan hátt. Borin er fram krafa um lýðræðislegt samtal sveitarfélagsins við íbúa á Seyðisfirði með hliðsjón af 10. kafla sveitarstjórnarlaga og að ábendingum og spurningum sem fram koma í erindi VÁ til sveitarstjórnar verðir svarað.

14.Innritun í grunnskóla

Málsnúmer 202105149Vakta málsnúmer

Fyrir lágu til afgreiðslu reglur um innritun í grunnskóla Múlaþings og skilgreining á skólahverfum ásamt bókun fjölskylduráðs, dags. 18.05.2021, þar sem fram kemur að fjölskylduráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur um innritun í grunnskóla Múlaþings og skilgreiningu á skólahverfum og felur fræðslustjóra að koma þeim framkvæmd og kynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

15.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi

Málsnúmer 202102198Vakta málsnúmer

Fyrir lágu, til síðari umræðu, drög frá Heilbrigðisnefnd Austurlands að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá til þess að unnið verði samkvæmt þeim og að samþykktin fái viðhlítandi kynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

16.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

17.Byggðaráð Múlaþings - 22

Málsnúmer 2105005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 23

Málsnúmer 2105010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Byggðaráð Múlaþings - 24

Málsnúmer 2105015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22

Málsnúmer 2105007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23

Málsnúmer 2105011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24

Málsnúmer 2105018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 19

Málsnúmer 2104023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 20

Málsnúmer 2105012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Fjölskylduráð Múlaþings - 21

Málsnúmer 2105019FVakta málsnúmer

Til máls tók: Kristjana Sigurðardóttir vegna liðar 8

26.Heimastjórn Borgarfjarðar - 10

Málsnúmer 2106001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 11

Málsnúmer 2105017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9

Málsnúmer 2105013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Heimastjórn Djúpavogs - 13

Málsnúmer 2106003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að síðustu vikur og einnig þau verkefni er liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?