Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

25. fundur 16. júní 2021 kl. 14:00 - 18:40 Skjöldólfsstaðir
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • María Markúsdóttir starfsmaður
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Pétur Heimisson og varamaður hans, Þórunn Óladóttir, boðuðu bæði forföll á fundinn.

1.Deiliskipulag, Stuðlagil

Málsnúmer 202106076Vakta málsnúmer

Undir dagskrárliðnum mættu landeigendur við Stuðlagil og Björn Ingi Knútsson, starfsmaður Austurbrúar, sem kynnti verkefnið "Brothættir áfangastaðir - Stuðlagil".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Austurbrú og landeigendum fyrir komuna á fundinn og undirstrikar mikilvægi þess að unnið verði að sameiginlegri uppbyggingu áfangastaðarins við Stuðlagil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Halla Eiríksdóttir
  • Björn Ingi Knútsson
  • Stefanía Katrín Karlsdóttir
  • Aðalsteinn Jónsson
  • Marteinn Óli Aðalsteinsson

2.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Í kjölfar skriðufalla á Seyðisfirði í desember 2020 lagði umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings fram tillögu um að ráðgjafanefnd yrði sett á laggirnar til þess að fjalla um færslu húsa utan Búðarár. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður ráðgjafanefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar tillögum ráðgjafanefndarinnar og þeim hugmyndum sem fram hafa komið um færslur og uppbyggingu á húsum á svæðinu.
Í niðurstöðunum vantar betri útlistun á húsnæðismálum Tækniminjasafns Austurlands og er ráðgjafanefndin beðin um að gera betur grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið með Tækniminjasafninu og þeim hugmyndum sem eru uppi um húsnæðismál safnsins.

Málinu er vísað til byggðaráðs Múlaþings til umfjöllunar og ákvarðanatöku um næstu skref í verkefninu. Jafnframt beinir ráðið því til byggðaráðs að málefni Gamla ríkisins, Hafnargötu 11, verði sett í forgang.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Bókun sveitarstjórnar um skipulag hafnarsvæðis á Seyðisfirði lögð fram til kynningar.

4.Umsókn um lóð, Egilsstaðir, Bláargerði 28, 30 og 32

Málsnúmer 202104005Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi er lokið án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Egs_Bláargerði 36-38

Málsnúmer 202102123Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi er lokið án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, óveruleg breyting, Borgarfjörður, Bakkavegur 26

Málsnúmer 202106072Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem fram kemur beiðni lóðarhafa að Bakkavegi 6 á Borgarfirði um að víkja óverulega frá skilmálum deiliskipulags við byggingu á lóðinni. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar og mögulegrar grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að frávik frá skilmálum deiliskipulags séu svo óveruleg að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Lagarás 21-39

Málsnúmer 202101236Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Ársala bs. við Lagarás 21-39. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar. Málið var áður til afgreiðslu nefndarinnar þann 2. júní síðastliðinn og er tekið upp að nýju í samræmi við framkomnar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum við Blómvang 1, Lagarás 19, 22, 24 og 26, Hörgsás 2 og 4, Selás 25 auk Sóknarnefndar Egilsstaðakirkju. Umsagnaraðilar verði Öldungaráð Múlaþings, Brunavarnir Austurlands, HEF veitur, HAUST og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar innkomnum athugasemdum til stjórnar Ársala bs. til umfjöllunar.

Samþykkt með handauppréttingu, einn (ÁHB) sat hjá.

Áheyrnarfulltrúi Múlaþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Á tímum skorts á húsnæði, er undarlegt að fara í að rífa húsnæði, sem gæti verið í notkun, til að rýma fyrir nýju á sama stað. Hér með er lagt til að allar hugmyndir um Lagarás 21-39 verði slegnar út af borðinu og farið í að vinna að byggingu á allt að sjö hæða fjölbýlishúsi með 25-30 íbúðum í mismunandi stærðum og fjölbreyttu notagildi. Slíkt fjölbýlishús mundi mæta þörf markaðarins um húsnæði og þörf eldri borgara, sem eru til í að minnka við sig.

8.Grásteinn, deiliskipulag

Málsnúmer 201703008Vakta málsnúmer

Auglýsingaferli vegna deiliskipulags við Grástein er lokið. Athugasemd barst frá HEF Veitum. Taka þarf afstöðu til athugasemdar og hvort tillagan teljist samþykkt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með þeim breytingum sem fjallað er um í athugasemd HEF Veitna. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi breytingar á tillögunni og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Djúpivogur - Deiliskipulag Stekkamýri í Hamarsfirði

Málsnúmer 202011145Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir við tillögu að deiliskipulagi við Stekkamýri í Hamarsfirði.

Í upphafi vakti fundarmaður ÁHB athygli á vanhæfi sínu. Formaður bar það undir atkvæði sem var samþykkt samhljóða. ÁHB vék af fundinum undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og vísar henni til heimastjórnar Djúpavogs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Djúpivogur - Innri Gleðivík - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 202010569Vakta málsnúmer

Umsagnarfrestur um tillögu að deiliskipulagi rann út 4. júní 2021. Fyrir ráðinu lá að fjalla um umsagnir sem bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og vísar henni til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Heykollsstaðir 157155 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105165Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Heykollsstaði. Ekkert deiliskipulag er í gildi og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Smáragrund - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105294Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Smáragrund. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Flókalund, Lækjarbrún, Lækjargrund og Breiðvang. Umsagnaraðilar eru Brunavarnir Austurlands, Minjastofnun Íslands, HAUST og HEF veitur. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Tjarnarlönd 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105283Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform vegna bílskúrs við Tjarnarlönd 19. Ekkert deiliskipulag er í gildi og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir íbúum við Tjarnarlönd 16, 17, 18, 20, 21 og í Koltröð 19 og 21. Umsagnaraðilar verði Brunavarnir Austurlands, Minjastofnun Íslands, HEF veitur og HAUST. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Hleinar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105160Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Hleina 1. Ráðið hafði áður samþykkt að fram færi grenndarkynning vegna áformanna og vísað málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu. Heimastjórn vísaði málinu aftur til efnislegrar umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrri bókun sína um grenndarkynningu enda er hún tekin í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum að Uppsölum, Randabergi og Versölum 4. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, HEF veitur, Brunavarnir á Austurlandi og HAUST. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalhéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Ærslabelgur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202104277Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vísaði ákvörðun um staðsetningu ærslabelgjar á Egilsstöðum aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til staðsetningar og málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð ákveður að stefna skuli að staðsetningu ærslabelgs innan skilgreinds íþróttasvæðis við Vilhjálmsvöll. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem umrædd framkvæmd er á opnu svæði sem skilgreint er sem íþróttasvæði í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Ráðið fagnar framtaki umsækjanda við að koma upp ærslabelg á Egilsstöðum og samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningu belgsins á umræddum stað. Jafnframt samþykkir umhverfis og framkvæmdaráð að sveitarfélagið muni taka við ærslabelgnum að uppsetningu lokinni og sjá um viðhald og rekstur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ærslabelgur, Borgarfjörður

Málsnúmer 202106067Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningu ærslabelgs á Borgarfirði eystra. Fyrirhuguð staðsetning er innan skilgreinds íþróttasvæðis í aðalskipulagi Borgarfjarðar. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem umrædd framkvæmd er á opnu svæði sem skilgreint er sem íþróttasvæði í aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Ráðið fagnar framtaki umsækjanda við að koma upp ærslabelg á Borgarfirði. Jafnframt samþykkir umhverfis og framkvæmdaráð að sveitarfélagið muni taka við ærslabelgnum að uppsetningu lokinni og sjá um viðhald og rekstur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Hjaltastaðaþinghá og Hróarstungu

Málsnúmer 202105088Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum vegna lagningu ljósleiðara í Hróarstungu og Hjaltastaðaþinghá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og telur hana ekki háða mati á umhverfisáhrifum, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu með tilliti til framkvæmdaleyfis og matsskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Skriðdal

Málsnúmer 202105134Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum vegna lagningu ljósleiðara í Skriðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og telur hana ekki háða mati á umhverfisáhrifum, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu með tilliti til framkvæmdaleyfis og matsskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Borgarfjörður, Steinholt

Málsnúmer 202104196Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Rafey ehf. vegna lagningar ljósleiðara á Borgarfirði eystra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Tröppur og skilti, Blábjörg í Berufirði

Málsnúmer 202105089Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi við Blábjörg í Berufirði. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér að skipta út tröppum sem liggja niður í fjöruna og uppsetningu fræðsluskiltis á bílastæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Egilsstaðir, sniðræsi að Melshorni

Málsnúmer 202104061Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður grenndarkynningar í tengslum við framkvæmdaleyfisumsókn vegna lagningar sniðræsis að Melshorni. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Austurlands auk athugasemdar frá íbúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags en skilyrða það við að vinnutími verði frá 8:00 til 19:00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Djúpivogur, körfuboltavöllur

Málsnúmer 202104241Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður grenndarkynningar vegna framkvæmdaleyfisumsóknar fyrir körfuboltavöll á Djúpavogi. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

23.Umsókn um landskipti, Blöndugerði, lóð fyrir fjarskiptamastur

Málsnúmer 202105244Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Öryggisfjarskiptum um landskipti í Blöndugerði á Fljótsdalshéraði. Tilgangur landskipta er stofnun lóðar undir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar. Lagt er til að ný lóð fái staðfangið Brúarháls.

Afgreiðslu frestað.

24.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fundargerð byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ frá 21. maí lögð fram til kynningar. Skrifað hefur verið undir samning við MVA vegna byggingar á nýjum leikskóla í Fellabæ.

Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2021

Málsnúmer 202102260Vakta málsnúmer

Fundargerð 162. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?