Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings
1.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022
2.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði
3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Þúfuhraun
5.Gamla ríkið á Seyðisfirði
6.Innsent erindi, Fyrirspurn um skipulagsmál á Eiðum
7.Húsnæði fyrir eldri borgara á Egilsstöðum
8.Deiliskipulagsbreyting, Hvammar í Fellabæ
9.Umsókn um lóð, Lónsleira 3
10.Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda, Vallargata 2, Seyðisfjörður
11.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging
12.Umsókn um landskipti, Eiðar, 5 lóðir
13.Umsókn um landskipti, Eyjólfsstaðaskógur 1
14.Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun
15.Matsáætlun Geitdalsárvirkjunar
16.Ósk um umsögn, Aðalskipulag Skútustaðahrepps, Efnistaka í Garði
Fundi slitið - kl. 12:00.
Jafnframt er lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu berast fyrir 1. apríl næstkomandi. Fram kom á fundinum að tekjufall sem ársreikningurinn sýnir er til komið vegna ákvörðunar Hafnasambandsþings árið 2020 um að lækka árgjöld til aðildarhafna 2021 og 2022 til að ganga á eigið fé sem safnast hafði upp hjá sambandinu. Hafnastjóri sat fundinn undir liðnum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að ársreikningi. Ráðið leggur til að Múlaþing sækist eftir að fá fulltrúa inn í stjórn Hafnasambands Íslands þegar kosið verður til stjórnar á Hafnasambandsþingi sem fram fer 27.-28. október. Hafnastjóra er falið að fylgja málinu eftir.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu