Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

32. fundur 11. janúar 2023 kl. 14:00 - 16:45 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson varamaður
  • Pétur Heimisson varamaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.12.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði kynnt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupsstaðar 2010-2030 dagsett 08.12.2022 verði kynnt samkvæmt 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.12.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga fyrir breytingu á aðalskipulagi verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi tillaga fyrir breytingu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Kaupvangur 6, notkunarbreyting á skrifstofum

Málsnúmer 202205386Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.12.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir íbúðum á miðsvæði þéttbýlisins og þeirri uppbyggingu sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.12.2022, þar sem endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings til staðfestingar auk bókana heimastjórna.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir með fyrirspurn, Eyþór Stefánsson svaraði fyrirspurn Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, Björn Ingimarsson til svara og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi endurskoðaða 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings að teknu tilliti til framkominna athugasemda heimastjórna. Umhverfis- og framkvæmdaráði falið að uppfæra áætlunina með hliðsjón af athugasemdum er fram hafa komið og að sjá til þess að hún verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og kynnt þar til bærum aðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Lóðaleigusamningur og Reglur um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.12.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að staðfesta fyrirliggjandi drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.
Verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði falið að sjá til þess að reglurnar verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Hreindýraarður 2022

Málsnúmer 202212040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.12.2022, varðandi málefni hreindýra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa erindi heimastjórnar varðandi mögulega vöktun skaða vegna hreindýra til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 05.01.2023, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að taka málefni uppbyggingar vindorkuvera til umfjöllunar.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Pétur Heimisson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hannes Karl Hilmarsson, Eyþór Stefánsson, Pétur Heimisson, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem vakin er athygli á því að ekki liggur fyrir stefna sveitarfélagsins í vindorkumálum né heldur heildarstefna ríkisins.

Í gildandi ríkistjórnarsáttmála kemur eftirfarandi fram m.a.:

Sérstök lög verða sett um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera og áhersla verður lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verður að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif.

Sveitarstjórn Múlaþings bendir einnig á að í markmiðum Samtaka orkusveitarfélaga er eftirfarandi tilgreint.

Að arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu skiptist með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagsmunaaðilar við orkuvinnslu. Það eru eigandi auðlindarinnar, orkuframleiðandinn, orkukaupandinn, þjóðin og nærsamfélagið.

Í ljósi framangreinds telur sveitarstjórn Múlaþings ekki forsendur til að taka ákvarðanir um stórfellda nýtingu vindorku innan Múlaþings þegar stefnumótun ríkisins í málaflokknum liggur ekki fyrir. Mikilvægt er að ríkið meti stöðu á framleiðslu á raforku á Íslandi, áætli þörf til frekari framleiðslu og ákveði með hvaða móti og hvar skuli afla þeirrar orku út frá ýmsum þáttum svo sem umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum með Rammaáætlun eða öðru sambærilegu ferli. Ákveða þarf hverjar heimildir sveitarfélaga til gjaldtöku og eða álagningar gjalda eigi að vera vegna slíkrar starfsemi, heimildir til skattaafslátta eða samfélagssjóða eða annað sem hefur efnahagsleg áhrif fyrir sveitarfélög, ágóða landeigenda, bætur til fasteignaeigenda í grennd vegna virðisminnkunar, tryggingar vegna umhverfisskaða á framkvæmdar- og rekstrartíma og vegna niðurrifs að rekstrartíma liðnum og fleira.

Sveitarstjórn telur því að þær grunnforsendur sem þurfi til mótunar stefnu fyrir sveitarfélagið liggi ekki fyrir og mun ekki samþykkja vindorkuver án slíkrar stefnumótunar ríkisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Byggðakvóti Múlaþing

Málsnúmer 202201031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 05.01.2023, þar sem umfjöllun heimastjórnar um byggðakvóta er vísað til sveitarstjórnar.

Helgi Hlynur Ásgrímsson kom upp og vakti máls á því að hugsanlega væri hann vanhæfur undir þessum lið. Atkvæðagreiðsla vegna vanhæfis Helga Hlyns fór fram og var felld með 10 atkvæðum gegn einu (HHÁ)

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og harmar rýran hlut Borgarfjarðar við úthlutun byggðakvóta 2022/2023. Mikilvægt er að fyrirkomulag úthlutunar almenns byggðakvóta verði endurskoðað þannig að hann nýtist m.a. byggðalögum sem af ríkinu hafa verið skilgreind sem brothættar byggðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilnefningar fulltrúa HSA, félaga eldri borgara á Djúpavogi, Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði í Öldungaráð Múlaþings en félag eldri borgara á Borgarfirði mun ekki tilnefna fulltrúa í ráðið. Einnig þarf að skipa á ný varafulltrúa í fjölskylduráð Múlaþings og tilnefna varafulltrúa í Heilbrigðisnefnd Austurlands í stað Kristjönu Sigurðardóttur sem hefur beðist lausnar sem kjörinn fulltrúi.

Til máls tók Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Ásdís Benediktsdóttir, Jóhann Björn Sveinbjörnsson og Gyða Vigfúsdóttir taki sæti í Öldungaráði Múlaþings sem aðalmenn og Soffia Jónasdóttir, Eðvald Ragnarsson, Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir og Eyþór Elíasson sem varamenn. Sveitarstjórn samþykkir að Sóley Rún Jónsdóttir taki sæti sem varamaður í fjölskylduráði í stað Kristjönu Sigurðardóttur sem beðist hefur lausnar. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Jóhann Hjalta Þorsteinsson sem varafulltrúa í Heilbrigðisnefnd Austurlands í stað Kristjönu Sigurðardóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir lágu til fyrri umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings auk uppfærslu erindisbréfs fjölskylduráðs.

Til máls tók Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings til síðari umræðu en staðfestir uppfært erindisbréf fjölskylduráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

12.Heimastjórn Borgarfjarðar - 31

Málsnúmer 2301004FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 2, Einar Freyr Guðmundsson sem bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson sem svaraði fyrirspurn Einars F. Gumundssonar og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Lagt fram til kynningar.

13.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 30

Málsnúmer 2212009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Heimastjórn Djúpavogs - 33

Málsnúmer 2212007FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 6, Jónína Brynjólfsdóttir, Hannes Karl Hilmarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson og Jónína Brynjólfsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

15.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 30

Málsnúmer 2301001FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Hannes Karl Hilmarsson og Hildur Þórisdóttir.

Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72

Málsnúmer 2212006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Ungmennaráð Múlaþings - 19

Málsnúmer 2212003FVakta málsnúmer

Til máls tók Einar Freyr Guðmundsson.

Lagt fram til kynningar.

18.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?