Fara í efni

Beiðni um úrbætur á bílastæðamálum í kringum Bókakaffi, Hlöðum í Fellabæ

Málsnúmer 202503167

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 145. fundur - 24.03.2025

Fyrir liggur erindi frá Grétu Sigurjónsdóttur, fyrir hönd Bókakaffi Hlöðum ehf., þar sem farið er fram á að sveitarfélagið fjölgi bílastæðum við bakka Lagarfljóts um 8-10.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir ábendinguna og leggur til að núverandi almenningsstæði við Bókakaffi verði máluð í sumar.
Ráðið bendir jafnframt á að almenningsbílastæði eru staðsett innst í Helgafelli og við Sunnufell, sem nýst gætu viðskiptavinum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd