Fara í efni

Umsókn um lóð, Iðjusel 1

Málsnúmer 202502225

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 145. fundur - 24.03.2025

Fyrir liggur sameiginlegt erindi frá Kornþurrkun Austurlands ehf. og Björgunarsveitinni Jökli sem sótt hafa um byggingarlóð við Iðjusel 1 í Fellabæ. Í erindinu er óskað eftir niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við byggingu húsnæðis fyrir björgunarsveitina og nýja kornþurrkunarstöð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu á lóðinni og felur skipulagsfulltrúa að láta ganga frá úthlutun hennar. Ráðið hafnar þó fyrirliggjandi beiðni um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum en beinir því til byggðaráðs að veita Björgunarsveitinni Jöklum styrk, að andvirði gatnagerðargjalda, fyrir þeim hluta byggingarinnar sem á að hýsa þeirra starfsemi.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 149. fundur - 01.04.2025

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24. mars sl. þar sem lagt er til við byggðaráð að veita björgunarsveitinni Jöklum styrk, að andvirði gatnagerðargjalda, fyrir þeim hluta byggingar sem fyrirhugað er að reisa á lóðinni Iðjusel 1 og mun hýsa þeirra starfsemi.
Í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd