Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, göngustígur að Gufufossi

Málsnúmer 202410010

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 129. fundur - 07.10.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna göngustígar upp að Gufufossi í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 49. fundur - 08.10.2024

Hugrún Hjálmarsdóttir kynnti fyrir heimastjórn frumhönnun á göngustíg upp að Gufufossi. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framkomin drög önnur en þau sem rædd voru á fundinum.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?