Fara í efni

Umhverfisþing 2024

Málsnúmer 202410015

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 129. fundur - 07.10.2024

Lögð er fram til kynningar auglýsing frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um fyrirhugað umhverfisþing sem halda á þann 5. nóvember 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur öll áhugasöm til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn fulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 49. fundur - 08.10.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dagsettur 27.9.2024, þar sem vakin er athygli á IIIX. Umhverfisþingi sem fer fram í Hörpu. 5. nóvember.

Fulltrúar stefna á að mæta á fjar- eða staðfund.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 53. fundur - 10.10.2024

Umhverfisþing fer fram í Hörpu. 5. nóvember og stendur frá kl. 13-16. Umfjöllunarefni þingsins eru náttúruvernd, loftslagsmál og aðlögun að loftslagsbreytingum.
Þingið er öllum opið á meðan að húsrúm leyfir. Einnig verður hægt að fylgjast með þinginu í opnu streymi.
Heimastjórn samþykkir að senda fulltrúa á þingið.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 51. fundur - 10.10.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dagsettur 27.9.2024, þar sem vakin er athygli á IIIX. Umhverfisþingi sem fer fram í Hörpu, 5. nóvember.
Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.10.2024: Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur öll áhugasöm til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn fulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.
Fulltrúar heimastjórnar munu sitja þingið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 10.10.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dagsettur 27.9.2024, þar sem vakin er athygli á IIIX. Umhverfisþingi sem fer fram í Hörpu. 5. nóvember.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.10.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur öll áhugasöm til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna einn fulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs stefnir á að fylgjast með umhverfisþinginu í gegnum fjarfundabúnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?