Fara í efni

Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 30. fundur - 08.12.2022

a) Framkvæmdir við sjóvarnir og höfnina

Dýpkun í höfninni er nánast lokið. Undirbúningur fyrir nýja löndunarbryggju og tunnu er í vinnslu, útboð vegna bryggjutimburs er lokið og pöntun farin afhendingartími er 25 vikur. Framkvæmdir á staðnum í framhaldi af því.

Sjóvarnir við Blábjörg og í Njarðvík eru í gangi, efnisvinnslu í Njarðvík lokið og grjótið komið niður, efnisvinnsla í Ósnámunni gekk frekar illa svo sækja þarf eitthvað af stærra grjóti í námu við Tjarnarland á Héraði. Væntanlega verður gengið frá Ósnámunni eftir þetta og frekari vinnsla færist í námuna á Vatnsskarði.

b) Sérstakt strandveiðigjald

Fiskistofa innheimtir sérstakt strandveiðigjald sem síðan er úthlutað til hafna eftir afla. Hafnir Múlaþings fá: Borgarfjörður 501.958 kr. Seyðisfjörður 31.678 kr. og Djúpivogur 568.357 kr.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 32. fundur - 03.02.2023

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir málin en í máli hans kom m.a. fram:

Unnið er að endurbótum á sjóvörnum við Blábjörg sem gengur þokkalega en risjótt tíð flýtir ekki fyrir. Væntanlega klárast framkvæmdir í næsta mánuði.

Það hyllir undir framkvæmdir við samfélagsmiðstöðina Fjarðarborg. Húsið verður lagfært og aðgengi fært til nútíma horfs. Flytja á starfsemi Múlaþings á staðnum í húsið, koma upp aðstöðu til fjarvinnu og fyrir störf án staðsetningar sem nú tíðkast og verða væntanlega samfélaginu til framdráttar.

Mikill tími hefur farið í snjómokstur síðasta mánuðinn.

Aflabrögð hafa verið góð þá sjaldan að gefur.

Einnig voru rædd frekari sjóvarnamál og lóðamál.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 35. fundur - 04.05.2023

Hafnarframkvæmdir, nánar tiltekið ný löndunarbryggja, ný tunna og stytting gömlu löndunarbryggjunnar munu fara í útboð síðsumars. Dýpkun á innsiglingu er lokið.

Framkvæmdum við sjóvarnir í Njarðvík vegnar vel og lýkur á næstu dögum. Sjóvörnum við Blábjörg er lokið.

Gjaldtaka í Hafnarhólma, í formi frjálsra framlaga, verður komið á í sumar og er vinna við það í fullum gangi.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 36. fundur - 08.06.2023

Dýpkun hafnarinnar og sjóvörnum (í Njarðvík og við Blábjörg) er lokið. Um miðjan júlí fer í útboð ný löndunarbryggja og annað tréverk. Útboðsgögn eru tilbúin.

Gjaldtaka í Hafnarhólma hefst á næstu dögum. Komið verður upp skiltum þar sem hægt verður að greiða rafræn frjáls framlög.

Heimastjórn þáði heimboð Þekkingaseturs Þingeyinga til Húsavíkur að skoða Stéttina, sem er nýuppgert samvinnuhúsnæði, í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir í Fjarðarborg.

Heimastjórn þáði boð Aeco um að heimsækja leiðangursskipið Fridtjof Nansen. Þar var m.a. rætt um samtal og tengsl milli leiðangursskipanna og heimamanna.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 38. fundur - 15.08.2023

Fulltrúi sveitastjóra fór yfir helstu verkefni á Borgarfirði.

Ný löndunarbryggja hefur verið boðin út og auglýst á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Unnið er að frekari skiltagerð og útfærslu varðandi frjáls framlög í Hafnarhólma.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 39. fundur - 11.09.2023

Fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði fór yfir helstu mál m.a. að tvö tilboð bárust í nýja löndunarbryggju. Þeim var báðum hafnað og verður útboðið endurtekið.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 40. fundur - 04.10.2023

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni á Borgarfirði kom í ljós að vatnið er örverumengað. Hitaveitan, í samvinnu við HAUST, vinnur að frekari sýnatökum og úrbótum.

Haldinn var fundur með fulltrúum sjómanna þar sem farið var yfir hafnarframkvæmdir með áherslu á staðsetningu tunnu í hafnarmynni.

Búið er að bjóða út hafnarframkvæmdir á ný, öllum tilboðum var hafnað í fyrra úboði. Tilboð verða opnuð 10. október.

Framkvæmdir standa yfir við þorpsgötuna. Búið er að skipta um ræsi og til stendur að leggja nýtt malbik um leið og veður leyfir.

Heimastjórn vill minna íbúa á að sækja skal um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa ef til stendur að láta lausafjármuni (gáma, báta, hjólhýsi o.þ.h.) standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til slíkra lausafjármuna.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 44. fundur - 01.02.2024

Starfsmaður heimastjórnar fór yfir helstu verkefni m.a. hafnarframkvæmdir, samfélagsverkefni og frekari skiltagerð við Hafnarhólma.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 46. fundur - 11.04.2024

Fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði fór yfir mál líðandi stundar á Borgarfirði m.a. fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir og sjóvarnir. Hafnarframkvæmdir hefjast á næstu vikum.

Rædd voru fyrirhuguð starfslok fulltrúa sveitarstjóra en þau eru áætluð í júní. Heimastjórn krefst þess að sveitarfélagið auglýsi starfið hið fyrsta og fer jafnframt fram á að staðan verði auglýst sem 100% starf enda með öllu ótækt ef Múlaþing getur ekki haldið úti fullu starfi á Borgarfirði í stjórnsýslu sinni enda næg verkefni fyrir slíkan starfsmann á Borgarfirði.

Samþykkti samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 47. fundur - 06.05.2024

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir stöðu sjóvarna og greindi frá vinnu við gerð hafnarreglugerðar og hafnarframkvæmdir.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 48. fundur - 06.06.2024

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir málefni tengd höfninni. Framkvæmdir við nýja löndunarbryggju eru í gangi. Við ástandsskoðun kom í ljós að gamla löndunarbryggjan er verr farin en talið var og því liggur fyrir þörf er á að endurbyggja hana sem fyrst.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 51. fundur - 10.10.2024

Borgarfjarðarhöfn
Vinna við nýja löndunarbryggju klárast að öllum líkindum í næstu viku. Verið er að vinna að frágangi lagna og rafmagns, bæði fyrir löndunarbryggju og tunnu.

Fjarðarborg
Framkvæmdir í suðurstofu og miðrými á efri hæð eru að klárast og stefnt að því að skrifstofa sveitarfélagsins flytji þangað upp á næstu vikum. Þar verða enn fremur til reiðu skrifstofurými til útleigu fyrir áhugasama. Áfram verður haldið með framkvæmdir í vetur, m.a. klæðningu utanhúss og í anddyri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?