Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

35. fundur 04. maí 2023 kl. 09:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál.

Málsnúmer 202305001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál frá Atvinnuveganefnd Alþingis.

Burtséð frá afstöðu til kvótasetningar grásleppu er ljóst að margt gagnrýnivert má finna í frumvarpinu. Heimastjórn felur starfsmanni að vinna umsögn í samstarfi við heimastjórnarfólk í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Fylgiskjöl:

2.Umsagnarbeiðni, tækifærisleyfi fyrir Bræðsluna 23.júlí 2023

Málsnúmer 202304081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnagnarbeiðni Sýslumanns vegna tækifærisleyfis vegna Bræðslunnar 23. júlí 2023.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir fyrir sitt leyti engar athugasemdir enda séu aðrar umsagnir jákvæðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Umhverfis - og framkvæmdaráð samþykkti á 78. fundi sínum að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum. Heimastjórn óskaði eftir tillögum íbúa og þakkar íbúum góðar viðtökur.

Margar hugmyndir bárust og umhverfis - og framkvæmdasvið Múlaþings fékk þær allar á sitt borð.

Að óbreyttu verða slík verkefni árleg. Í ár leggur Heimastjórn Borgarfjarðar til að unnið verði að því að koma upp samfélagsmiðlarólu í grennd við Vinaminnisplan. Starfsmanni falið að koma verkefninu í ferli.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2023

Málsnúmer 202304058Vakta málsnúmer

Fyrirliggjandi eru ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands frá mars 2023.

Lagt fram til kynningar.

5.Kynning á hringrásarhagkerfinu og lausnum fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202303033Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar kom Margrét Ólöf Sveinsdóttir verkefnisstjóri umhverfismála Múlaþings og fór yfir breytingar á lögum um sorphirðu sem tóku gildi síðustu áramót.

Heimastjórn þakkar Margréti upplýsandi kynningu. Heimastjórn mun taka málið fyrir aftur þegar útfærsluatriði liggja fyrir m.a. er snúa að lífrænum úrgangi.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 09:15

6.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Hafnarframkvæmdir, nánar tiltekið ný löndunarbryggja, ný tunna og stytting gömlu löndunarbryggjunnar munu fara í útboð síðsumars. Dýpkun á innsiglingu er lokið.

Framkvæmdum við sjóvarnir í Njarðvík vegnar vel og lýkur á næstu dögum. Sjóvörnum við Blábjörg er lokið.

Gjaldtaka í Hafnarhólma, í formi frjálsra framlaga, verður komið á í sumar og er vinna við það í fullum gangi.

7.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Heimastjórn hélt íbúafund 27. apríl síðastliðinn og þakkar þeim sem mættu.

Þar voru m.a. eftirfarandi mál rædd:

Rætt um umhverfis- og átaksverkefni á vegum Múlaþings.

Bílastæði í kringum Fjarðarborg.

Götur og gangstéttir. Mikil þörf á að klára skilavegaverkefnið. Vegurinn út í höfn hefur verið teiknaður og komin fjárveiting ? verður farið í hafnarveginn (hæðin tekin úti í höfn) og inn að hamri.

Þarf að hirða meira brotajárn. Aðeins þriðjungur af því sem safnað var saman var hirt á sínum tíma.

Sorpmál rædd. Vilji til að lífrænt verði flokkað frá óflokkanlegu og gengið frá á viðeigandi máta en ekki urðað í tvöföldu plasti eins og nú.

Umræða um húsnæðismál. Vilji til að sumarhús sem standa tóm mestan part árs verði seld eða leigð til þeirra sem vilja búa í þeim. Jafnframt kom fram skýr vilji íbúa til að leiguíbúðir sveitarfélagsins verði ekki seldar.

Líkamsræktaraðstaða ? UMFB hefur áhuga á að taka þátt með Múlaþingi í uppbyggingu líkamsræktaraðstöðu með búnings- og snyrtiaðstöðu við hlið Sparkhallar. Nauðsynlegt að huga að samhliða framkvæmdum í Fjarðarborg.

Fjarðarborg ? er verið að klára aðaluppdrætti og verið að klára undirbúning útboðs á ytra byrði hússins. Engin tíma- eða verkáætlun komin fram.

Mönnun í áhaldahúsinu, vantar starfsfólk til framtíðar. Þarf að halda áfram að auglýsa.

Lindarbakki ? huga þarf að mönnun í sumar og framtíðarrekstrarfyrirkomulagi.

Ábending um símasambandsleysi á hafi út af Njarðvík þrátt fyrir sendi Mílu þar. Ræða þarf við Mílu um setja annan spegil þar sem vísar að hafi til að bæta öryggi sjófarenda.

 

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fimmtudaginn 8. júní næstkomandi kl. 09:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 6. júní næstkomandi. Erindi skal senda annað hvort á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.





Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?