Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

43. fundur 09. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Eyþór Stefánsson formaður heimastjórnar

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 sem hefur verið lögð fram til kynningar í skipulagsgátt.

Vegna lýsingarinnar vill heimastjórn Borgarfjarðar koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri:

Þar sem vísað er til húsnæðisáætlunar Múlaþings er mikilvægt að því sé haldið til haga að hún tekur ekki til núverandi uppsafnaðrar íbúðaþarfar í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Heimastjórn metur núverandi þörf fyrir húsnæði slíka að það jafnist á við miðspá til ársins 2045.

Í kaflanum um ferðaþjónustu er ekki fjallað sérstaklega um komur leiðangursskipa en komum þeirra til Borgarfjarðar hefur fjölgað umtalsvert og fyrirséð að þeim haldi áfram að fjölga. Ljóst er að nýtt aðalskipulag þarf að fjalla um hvort, hvar og hvernig landtöku verði háttað.

Í kaflanum um náttúruvá eru sjávarflóð/vatnsflóð til umfjöllunar. Heimastjórn telur ástæðu til að nefna svæði á Borgarfirði þar sem þörf er fyrir frekari sjóvarnir t.d. meðfram þorpsgötu og í Njarðvík.

Mikilvægt er að huga að framtíðarskipulagi fyrir þjónustu ökutækja á Borgarfirði n.t.t. bensíndælur, hleðslustöðvar og þvottaplan.

Gert er ráð fyrir að skipulags- og matslýsingin verði kynnt, ásamt fyrstu drögum að flokkun landbúnaðarlands og skráningu vega í náttúru Íslands, á íbúafundi sem haldinn verður á Teams þann 18. janúar næstkomandi. Heimastjórn hvetur Borgfirðinga til að kynna sér efni lýsingarinnar. Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið er varða efni skipulagslýsingarinnar berist fyrir 31. janúar 2024.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.



2.Áherslumál heimastjórna

Málsnúmer 202401002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Hugrúnu Hjálmarsdóttur, framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings, þar sem farið er yfir stöðu áherslumála heimastjórna.

Helstu verkefni á Borgarfirði eru á áætlun en þar má nefna: Fjarðarborg, viðhald íbúða og fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir. Í ár stendur til að byrja á að steypa nýja gangstétt meðfram þorpsgötunni og byggja líkamsræktaraðstöðu við sparkhöll.

Lagt fram til kynningar.

3.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja greinargerðir fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna krafna um þjóðlendur á Austfjörðum.

Heimastjórn hvetur hlutaðeigandi landeigendur til að láta sig málið varða.

Lagt fram til kynningar.

4.Útleiga á húsnæði í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 202203069Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Málinu frestað.

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar verður í fyrstu viku febrúar. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 29. janúar. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is, eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.



Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?