- Þjónusta
- Mannlíf
- Afþreying og ýmis þjónusta
- Kort, vegvísar og upplýsingar
- Menning og listir
- Bókasöfn Múlaþings
- Héraðsskjalasafn Austfirðinga
- Minjasafn Austurlands
- Sláturhúsið, Menningarmiðstöð
- Skaftfell, Myndlistarmiðstöð
- Tækniminjasafn Austurlands
- Félagsheimili
- Herðubíó
- Langabúð, Djúpavogi
- Cittaslow, Djúpavogi
- Bóndavarðan, bæjarblað Djúpavogs
- Teigarhorn, Geislasteinasafn
- Árlegir viðburðir
- Útilistaverk
- Tankurinn
- Náttúra og útivist
- Um Múlaþing
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Vegna lýsingarinnar vill heimastjórn Borgarfjarðar koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri:
Þar sem vísað er til húsnæðisáætlunar Múlaþings er mikilvægt að því sé haldið til haga að hún tekur ekki til núverandi uppsafnaðrar íbúðaþarfar í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Heimastjórn metur núverandi þörf fyrir húsnæði slíka að það jafnist á við miðspá til ársins 2045.
Í kaflanum um ferðaþjónustu er ekki fjallað sérstaklega um komur leiðangursskipa en komum þeirra til Borgarfjarðar hefur fjölgað umtalsvert og fyrirséð að þeim haldi áfram að fjölga. Ljóst er að nýtt aðalskipulag þarf að fjalla um hvort, hvar og hvernig landtöku verði háttað.
Í kaflanum um náttúruvá eru sjávarflóð/vatnsflóð til umfjöllunar. Heimastjórn telur ástæðu til að nefna svæði á Borgarfirði þar sem þörf er fyrir frekari sjóvarnir t.d. meðfram þorpsgötu og í Njarðvík.
Mikilvægt er að huga að framtíðarskipulagi fyrir þjónustu ökutækja á Borgarfirði n.t.t. bensíndælur, hleðslustöðvar og þvottaplan.
Gert er ráð fyrir að skipulags- og matslýsingin verði kynnt, ásamt fyrstu drögum að flokkun landbúnaðarlands og skráningu vega í náttúru Íslands, á íbúafundi sem haldinn verður á Teams þann 18. janúar næstkomandi. Heimastjórn hvetur Borgfirðinga til að kynna sér efni lýsingarinnar. Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið er varða efni skipulagslýsingarinnar berist fyrir 31. janúar 2024.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.