Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

46. fundur 11. apríl 2024 kl. 09:00 - 12:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra

1.Úthlutun leiguhúsnæðis, Breiðvangs 2 og Ásbrúnar 2

Málsnúmer 202404016Vakta málsnúmer

Heimastjórn auglýsti til útleigu íbúðirnar Ásbrún 2 og Breiðvang 2. Alls bárust 6 umsóknir.

Heimastjórn samþykkir að Ásgeir Bogi Arngrímsson fái úthlutað Ásbrún 2 og Þórunn Ólafsdóttir fái úthlutað Breiðvangi 2.

Frá því auglýsing um íbúðirnar birtist hefur leigu á íbúðinni á Lækjargrund 2 verið sagt upp. Í ljósi fjölda umsókna hyggst heimastjórn nýta sér ákvæði 3. greinar reglna um úthlutun á leiguhúsnæði í eigu Múlaþings (annarra en félagslegra íbúða) og úthlutar Lækjargrund 2 til Nikoletu Savvaki.

Haft verður samband við umsækjendur um afhendingartíma og leigusamninga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Líkamsrækt á Borgarfirði

Málsnúmer 202309035Vakta málsnúmer

Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs á að koma upp nýrri líkamsræktaraðstöðu á Borgarfirði. Núverandi aðstaða er í Fjarðarborg en fyrirhugað er að byggja viðbyggingu við sparkhöllina fyrir nýja líkamsrækt. Til þess að áætlanir raungerist er löngu tímabært að fara huga að innkaupum og útfærslum á nýrri rækt.

Heimastjórn Borgarfjarðar hvetur umhverfis- og framkvæmdasvið til þess að vinna málið hratt og örugglega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Fundur með Ferðafélagi Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202404019Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar kom Þórhallur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.

Á fundinum voru rædd málefni tengd Loðmundarfirði og fyrirhugaðri friðlýsingu Stakkahlíðar, landvörslu á Víknaslóðum og Stórurð og frágangi bílastæða við upphaf gönguleiða í Stórurð frá Njarðvík og Vatnsskarði. Þá var einnig rætt um merkingu á kortavef Landssambands hestamanna á reiðleið yfir Kækjuskörð sem hingað til hefur einungis verið skilgreind sem gönguleið. Svæðið er talið mjög viðkvæmt fyrir annarri umferð en fótgangandi.

Heimastjórn þakkar Þórhalli fyrir komuna og mun taka erindin til umfjöllunar á næsta fundi.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Þórhallur Þorsteinsson - mæting: 10:00

4.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Múlaþing auglýsti eftir tillögum að samfélagsverkefnum heimastjórna og var frestur til að skila inn slíkum hugmyndum til 28.2.2024. Þrjár tillögur bárust er snéru allar að leiktækjum fyrir eldri börn.

Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar innsendar tillögur og líst vel á að fjölga leiktækjum kringum Grunnskóla/Fjarðarborg. Starfsmanni falið að koma tillögum í farveg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði fór yfir mál líðandi stundar á Borgarfirði m.a. fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir og sjóvarnir. Hafnarframkvæmdir hefjast á næstu vikum.

Rædd voru fyrirhuguð starfslok fulltrúa sveitarstjóra en þau eru áætluð í júní. Heimastjórn krefst þess að sveitarfélagið auglýsi starfið hið fyrsta og fer jafnframt fram á að staðan verði auglýst sem 100% starf enda með öllu ótækt ef Múlaþing getur ekki haldið úti fullu starfi á Borgarfirði í stjórnsýslu sinni enda næg verkefni fyrir slíkan starfsmann á Borgarfirði.

Samþykkti samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar verður þriðjudaginn 7. maí. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 2. maí. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is, eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Íbúar athugið! Tekið verður á móti lundanum með hefðbundnum hætti sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl 20:00.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?