Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

36. fundur 08. júní 2023 kl. 13:00 - 16:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2022

Málsnúmer 202304173Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2022.

Lagt fram til kynningar.

2.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna í ágúst til desember 2023

Málsnúmer 202305150Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali fyrir sveitarstjórn, ráð og heimastjórnir fyrir ágúst til desember 2023.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við þær tillögur að fundadagatali sem fram koma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Deiliskipulag, Jörfi, Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202106006Vakta málsnúmer

Deiliskipulag íbúðabyggðar við Jörfa og Dagsbrún hefur verið auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun tók skipulagið til athugunar og hefur verið brugðist við þeim ábendingum sem þar komu fram.
Breyting á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 var auglýst samhliða deiliskipulaginu og var það samþykkt af sveitarstjórn Múlaþings 15. mars sl.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að birta hana í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Staða verkefna umhverfis - og framkvæmdasviðs á Borgarfirði

Málsnúmer 202306043Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir kom á fund heimastjórnar og upplýsti heimastjórn um framgang verkefna á umhverfis - og framkvæmdasviði á Borgarfirði.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 13:15

5.Útleiga á Þórshamri (stúdíóíbúð)

Málsnúmer 202306042Vakta málsnúmer

Á grundvelli fyrri umsókna um leiguhúsnæði á Borgarfirði í desember sl. hyggst heimastjórn Borgarfjarðar nýta ákvæði 3. greinar reglna um úthlutun á leiguhúsnæði í eigu Múlaþings (annarra en félagslegra íbúða) og úthlutar smáíbúð í Þórshamri án auglýsingar til Halls Inga Hallssonar um leið og hún losnar.

Heimastjórn leggur jafnframt til að leigusamningar um smáíbúð í Þórshamri verði að jafnaði gerðir til 1 árs í senn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu. 

6.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Dýpkun hafnarinnar og sjóvörnum (í Njarðvík og við Blábjörg) er lokið. Um miðjan júlí fer í útboð ný löndunarbryggja og annað tréverk. Útboðsgögn eru tilbúin.

Gjaldtaka í Hafnarhólma hefst á næstu dögum. Komið verður upp skiltum þar sem hægt verður að greiða rafræn frjáls framlög.

Heimastjórn þáði heimboð Þekkingaseturs Þingeyinga til Húsavíkur að skoða Stéttina, sem er nýuppgert samvinnuhúsnæði, í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir í Fjarðarborg.

Heimastjórn þáði boð Aeco um að heimsækja leiðangursskipið Fridtjof Nansen. Þar var m.a. rætt um samtal og tengsl milli leiðangursskipanna og heimamanna.

7.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er áætlaður fimmtudaginn 6. júlí 2023. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 3. júlí. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?