- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Heimastjórn Borgarfjarðar gagnrýnir þá framkvæmd sem kemur fram í kröfulýsingum íslenska ríkisins vegna þjóðlendumála á Austfjörðum. Flest svæði sem ríkið gerir kröfu til eru hluti lands jarða samkvæmt landamerkjabréfum jarðanna sem gerð voru í lok 19. aldar og engin óvissa hefur verið um eignarréttarlega stöðu þess lands. Kröfur ná víða til lands á láglendi og jafnvel upp að túngarði sumra jarða. Af fyrri niðurstöðum Óbyggðanefndar á öðrum hluta Austurlands má draga þá ályktun að eignarréttarleg staða lands innan landamerkjabréfa jarða á Austurlandi sé jafnan skýr. Í ljósi kröfulýsinga landeigenda og raka sem þar koma fram er skorað á íslenska ríkið að taka kröfugerð sína til endurskoðunar, svo mál verði ekki rekin fyrir Óbyggðanefnd að nauðsynjalausu með tilheyrandi óþægindum fyrir landeigendur og kostnað ríkissjóðs.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.