Fara í efni

Djúpavogsflugvöllur

Málsnúmer 202410056

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 53. fundur - 10.10.2024

Lokun isavia á umferð bíla um flugbraut:

Flugvöllurinn á Djúpavogi hefur í gegnum tíðina verið notaður til að komast út að söndum. Nú hefur Ísavia lokað á umferð um flugvöllinn sem gerir það að verkum að illfært er fyrir fólk að komast keyrandi að þessari útivistarperlu.

Heimastjórn telur mikilvægt að gott aðgengi sé að þessu svæði svo fólk geti notið þess að heimsækja sandana. Huga þarf tafarlaust að lausnum, gera þarf veg og bílastæði að svæðinu. Framkvæmd þessi fellur vel að áherslum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og vill heimastjórn að sótt verði um styrk fyrir framkvæmdinni.

Heimastjórn Djúpavogs - 56. fundur - 09.01.2025

Framtíð aðgengismála við og umhverfis Djúpavogsflugvöll rædd.
Heimastjórn telur bæði mikilvægt og brýnt að tryggja aðgengi akandi umferð að fjörunni út á sanda.

Heimastjórn felur starfmanni að kalla Umhverfis- og framkvæmdamálastjóra á fund til að fara yfir þá kosti sem eru í boði.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 57. fundur - 07.02.2025

Málefni Djúpavogsflugvallar og aðgengi að sandfjöru austan hans rædd.
Hugrún Hjálmarsdóttir situr fundin undir þessum lið.

Farið yfir hvaða möguleikar séu til að tryggja aðgengi íbúa og gesta að fjörunni við Langhólma.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

Heimastjórn Djúpavogs - 58. fundur - 06.03.2025

Ásgeir Harðarson Umdæmisstjóri Isavia mætir á fundinn og fer yfir möguleika varðandi umferð í og við flugvöllinn.
Helgunarsvæði flugvallarins er 60 metrar, 30 metra út frá miðlínu. Notkun á vellinum er innan við ein lending á ári að jafnaði.

Heimastjórn þakkar Ásgeiri góða yfirferð á þeim möguleikum sem eru í stöðunni.

Að mati heimastjórnar er nauðsynlegt að tryggja aðgengi að Langhólma, gönguleiðum og því útivistarsvæði sem þarna er, fyrir sumarið.

Starfsmanni heimastjórnar falið að vinna málið áfram í samstarfi við Isavia í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Ásgeir Harðarson

Heimastjórn Djúpavogs - 59. fundur - 10.04.2025

Farið yfir þá möguleika sem hafa verið skoðaðir varðandi aðgengi að söndunm utan við Djúpavog.
Komnar fram nokkrar hugmyndir að lausn, málið er áfram í vinnslu.

Starfsmanni heimstjórnar falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd