Fara í efni

Breyting á almenningssamgöngum Djúpivogur - Höfn

Málsnúmer 202410064

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 53. fundur - 10.10.2024

Vegagerðinni barst fyrirspurn frá flugfélaginu Mýflug með ósk um breytingar á núverandi flugáætlun. Það hefur þau áhrif á almenningssamgöngur að leið 94 frá Djúpavogi yfir á Höfn getur ekki ekið um morguninn til að ná morgunfluginu því akstur yrði á undan vetrarþjónustu á þjóðveginum. Rekstraraðili leiðar 94 hefur lagt til að breyta akstrinum yfir í kvöldferð verði tillaga um nýja flugáætlun samþykkt. Akstur yrði fyrir seinna flugið á þeim dögum sem tvö flug er í boði.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við mögulegar breytingar á flugáætlun og akstursáætlun. Heimstjórn telur þó mikilvægt að tryggja að almenningssamgöngur séu með besta móti til og frá byggðarlaginu. Einnig ætti að endurskoða mögulegar breytingar komi í ljós að nýtingin verði verri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?