Fara í efni

Leikskólinn Bjarkatún skólaárið 2024 - 2025

Málsnúmer 202401181

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 97. fundur - 05.03.2024

Fyrir liggur minnisblað vegna fjölgunar barna í leikskólanum Bjarkatúni á næsta skólaári, 2024 - 2025.

Málið er áfram í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 103. fundur - 07.05.2024

Fyrir liggur minnisblað um stöðu mála í leikskólanum Bjarkatúni á næsta skólaári. Börnum er að fjölga í Bjarkatúni og því komast ekki öll börn fyrir í leikskólanum.

Fjölskylduráð leggur til að foreldrum barna sem ekki fá vistun verði greitt daggæsluframlag skv. reglum Múlaþings um daggæsluframlag meðan unnið er að viðunandi lausn. Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að útbúa drög að erindisbréfi fyrir starfshóp sem kemur með tillögur að lausnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 106. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggur erindisbréf fyrir starfshóp sem meta á þá valkosti er koma til greina varðandi lausn á húsnæðisvanda leikskólans Bjarkatúns.

Í starfshópnum situr fyrir minnihlutann Jóhann Hjalti Þorsteinsson og fyrir meirihlutann Sigurður Gunnarsson. Fulltrúi úr heimastjórn Djúpavogs verður Ingi Ragnarsson, fulltrúi starfsfólks verður Hugrún Malmquist Jónsdóttir og fyrir hönd foreldra verður Helga Rún Guðjónsdóttir.
Starfshópurinn skal skila tillögum til fjölskylduráðs fyrir 31. ágúst 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 111. fundur - 03.09.2024

Fyrir liggja niðurstöður starfshóps um húsnæðismál Bjarkatúns. Starfshópurinn leggur til að byrjað verði á viðbyggingu við Bjarkatún. Hefja skal strax vinnu við þarfagreiningu og hönnun og í framhaldi sótt um í fiskeldissjóð fyrir framkvæmdinni. Ef ekki fæst úr fiskeldissjóði fer viðbygging við Bjarkatún strax á fjárfestingaáætlun Múlaþings og stefnt er að
viðbyggingin verði tilbúin til notkunar haustið 2027. Þar til viðbyggingin er tilbúin verða tekin inn fleiri börn en æskilegt er í Bjarkatún. Starfshópurinn óskaði jafnframt eftir að daggæsluframlag yrði hækkað.


Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir vinnuna og samþykkir að sótt verði í fiskeldissjóð fyrir viðbyggingunni við Bjarkatún og þegar niðurstaða fæst þaðan verði málið aftur tekið fyrir og fjárfestingaráætlun endurmetin. Óskað er eftir að umhverfis- og framkvæmdarsviðs fari strax í vinnu við þarfagreiningu og hönnun á viðbyggingunni. Leikskólastjóra, í samstarfi við leikskólafulltrúa, er falið að meta hversu mörg börn er hægt að taka inn í Bjarkatún á meðan þetta ástand varir. Varðandi daggæsluframlag þá verður það tekið fyrir á fjölskylduráðsfundi í október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 126. fundur - 16.09.2024

Fræðslustjóri situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur bókun frá 111. fundi fjölskylduráðs þar sem samþykkt var að sótt yrði um styrk í fiskeldissjóð fyrir viðbyggingu við leikskólann Bjarkatún á Djúpavogi. Jafnframt var óskað eftir því að starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs hæfist strax handa við þarfagreiningu og hönnun á fyrirhugaðri viðbyggingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við bókun fjölskylduráðs. Samhliða þeirri vinnu verði unnið að undirbúningi umsóknar í Fiskeldissjóð.
Ráðið vísar málinu til kynningar í heimastjórn Djúpavogs og felur starfsmanni að fylgja því eftir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir

Heimastjórn Djúpavogs - 53. fundur - 10.10.2024

Heimastjórn tekur undir niðurstöðu starfshóps um leikskólamál á Djúpavogi og Fjölskylduráðs, að farið verði í strax í viðbyggingu á næsta ári. (Sviðsmynd 7)

Gert er ráð fyrir því að viðbygging verði tilbúin til notkunar haustið 2027
Getum við bætt efni þessarar síðu?