Fara í efni

Ljóðaslóð um Langatanga Djúpavogi

Málsnúmer 202408027

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 53. fundur - 10.10.2024

Heimastjórn líst vel á framkomnar hugmyndir frá Ars Longa um ljóðastíg.

Heimastjórn telur mikilvægt að áður en frekari fjárframlög frá sveitarfélaginu komi til verkefna á vegum Ars Longa sé gerð grein fyrir stöðu mála á fyrri verkefnum (endurbótum á Vogshúsi sem er í niðurníðslu og hættulegt umhverfi sínu).

Erindið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi þegar upplýsingar um framgang í Vogshúsi liggja fyrir.

Sveitarstjórn Múlaþings - 51. fundur - 16.10.2024

Fyrir liggur erindi frá Ars Longa safninu þar sem óskað er eftir heimild til að koma upp listaverkum til frambúðar á hluta Langatanga á Djúpavogi. Einnig liggur fyrir bókun heimastjórnar Djúpavogs, dags. 10.10.2024, varðandi umrætt erindi.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Ívar karl Hafliðason, Björn Ingimarsson sem svöruðu fyrri fyrirspurn Hildar. Hildur þórisdóttir bar upp aðra fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason svaraði seinni fyrirspurn Hildar,svo að lokum Hildur þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs um að fyrirliggjandi hugmyndir varðandi Ljóðaslóð um Langatanga á Djúpavogi séu áhugaverðar og samþykkir því, sem landeigandi, að farið verði í verkefnið, að því gefnu að verkefnið verði fullfjármagnað. Sveitarstjórn tekur einnig undir það er fram kemur í afgreiðslu heimastjórnar Djúpavogs að Ars Longa geri grein fyrir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar endurbætur á Vogshúsi á Djúpavogi.

SamÞykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?