Fara í efni

Erindi vegna Faktorshúss á Djúpavogi

Málsnúmer 202409048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 128. fundur - 17.09.2024

Fyrir liggur erindi frá Elís Pétri Elíssyni, fyrir hönd Goðaborgar ehf, dagsett 4. september 2024, um áframhaldandi uppbyggingu á Faktorshúsinu á Djúpavogi og eignarhald á því.
Á fundinn undir þessum lið mætti Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmda.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 129. fundur - 24.09.2024

Fyrir liggur erindi frá Elís Pétri Elíssyni, fyrir hönd Goðaborgar ehf, dagsett 4. september 2024, um áframhaldandi uppbyggingu á Faktorshúsinu á Djúpavogi og eignarhald á því.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi til umsagnar hjá heimastjórn Djúpavogs og verður erindið tekið til endanlegrar afgreiðslu í byggðaráði er umsögn heimastjórnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 53. fundur - 10.10.2024

Erindi frá forsvarsmönnum Goðaborgar ehf sem er leigutaki Faktorshús á Djúpavogi, um mögulegar breytingar á samningi og hugsanlega sölu á Faktorshúsi.

Heimastjórn leggur til að það verði skoðað að auglýsa Faktorshúsið til sölu og að andvirði sölunnar verði nýtt til verkefna í gamla Djúpavogshreppi í samráði við heimastjórn.

Heimastjórn Djúpavogs - 54. fundur - 07.11.2024

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn beinir því til Byggðaráðs að skoða hvort fýsilegt sé að gera langtímaleigusamning við núverandi leigutaka í Faktorshúsinu og tryggja þannig áframhaldandi uppbyggingu og starfsemi í þessu fallega og sögufræga húsi, sem er Djúpavogsbúum mikilvæg bæjarprýði.

Ekki verði hugað að sölu á Faktorshúsi að sinni. Leggja ætti áherslu á að klára skipulag miðsvæðisins sem fyrst og setja skilmála um starfsemi á lóðum á miðbæjartorfunni til að tryggja að ekki sé hægt að setja hvaða starfsemi sem er í umrædd hús og að framtíðarsýn um nýtingu þeirra sé til staðar.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 134. fundur - 19.11.2024

Fyrir liggur erindi frá Elís Pétri Elíssyni fyrir hönd Goðaborgar ehf. um áframhaldandi uppbyggingu á Faktorshúsinu á Djúpavogi og eignarhald á því auk bókunar frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 07.11.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að verða við ósk heimastjórnar Djúpavogs um að skoðað verði hvort fýsilegt sé að gera langtímaleigusamning við núverandi leigutaka í Faktorshúsinu og tryggja þannig áframhaldandi uppbyggingu og starfsemi í þessu fallega og sögufræga húsi. Sveitarstjóra falið að fara í viðræður við leigutaka varðandi málið og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu er niðurstöður úr þeirri vinnu liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?