Fara í efni

Málefni Stakkahlíðar

Málsnúmer 202210013

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 48. fundur - 06.06.2024

Í framhaldi af fundi heimastjórnar með Þórhalli Þorsteinssyni hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs í apríl um hugmyndir að friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði, leitaði heimastjórn frekari upplýsinga hjá Umhverfisstofnun (UST). Inn á fundinn kom Davíð Örvar Hansson hjá UST. M.a. kom fram í máli hans að árið 2022 hafi ráðherra falið UST að hefja vinnu að ferli friðlýsingar Stakkahlíðar.
M.a. kom fram í máli hans að sú vinna hefjist ekki að svo stöddu, nema komi fram vilji heimamanna. Sé vilji til friðlýsingar fyrir hendi, þá fer sú vinna fram með samtali við heimamenn, sveitarfélag og aðra hagsmunaaðila.
Heimastjórn telur mikilvægt að haldinn verði opinn kynningarfundur þar sem farið er ýtarlega yfir þá friðlýsingamöguleika sem koma til greina og hverju hugsanleg friðlýsing gæti skilað svæðinu. Vel færi á að halda fundinn í Loðmundarfirði að áliðnu sumri.
Heimastjórn samþykkir að vísa málinu til sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Davíð Örvar Hansson - mæting: 09:15

Sveitarstjórn Múlaþings - 49. fundur - 12.06.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 06.06.2024, varðandi málefni Stakkahlíðar.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgafjarðar varðandi mikilvægi þess að haldinn verði opinn kynningarfundur þar sem umfjöllunarefnið verði möguleg friðlýsing Stakkahlíðar. Sveitarstjórn felur heimastjórn Borgarfjarðar að hafa umsjón með og boða til slíks fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Heimastjórn Borgarfjarðar - 49. fundur - 08.08.2024

Til umræðu eru málefni Stakkahlíðar í Loðmundarfirði og fyrirhugaður kynningarfundur um friðlýsingarmál.

Heimastjórn Borgarfjarðar felur starfsmanni að undirbúa íbúa- og kynningarfund um mögulega friðlýsingu í Stakkahlíð sem gert er ráð fyrir að verði haldinn í lok september, í Loðmundafirði ef veður og færð leyfir, að öðrum kosti á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 50. fundur - 05.09.2024

Til umræðu eru málefni Stakkahlíðar í Loðmundarfirði og fyrirhugaður kynningarfundur um friðlýsingarmál.

Á fundinn undir þessum lið mætti Davíð Örvar Hansson frá Umhverfisstofnun.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að kynningarfundur um hugmyndir um friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði verði haldinn laugardaginn 28. september 2024 kl. 13.00. Fundurinn verði haldinn í Klyppsstað ef veður og færð leyfir, að öðrum kosti á Borgarfirði á sama tíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 51. fundur - 10.10.2024

Þann 28. september síðastliðinn stóð heimastjórn fyrir opnum kynningarfundi um friðlýsingar og möguleika sem felast í þeim. Eins og áður hefur verið fjallað um, fól þáverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfisstofnun (UST) að hefja undirbúning að ferli friðlýsingar á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.
Erindi á fundinum voru tvö, annað frá Davíð Örvari Hanssyni sérfræðingi hjá UST, sem fjallaði um friðlýsingar og annað frá Ágústu Helgadóttur sérfræðingi hjá Landi og skógi, um möguleika í endurheimt votlendis. 20 gestir sóttu fundinn og sköpuðust fróðlegar og líflegar umræður um bæði málefni.

Heimastjórn þakkar framsögumönnum og gestum fyrir komuna.

Málið er í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?