Fara í efni

Ráðstöfun eignar

Málsnúmer 202408181

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 50. fundur - 05.09.2024

Til umfjöllunar er ráðstöfun fasteignarinnar Þórshamar.

Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir að sveitarstjóri mæti á næsta fund heimastjórnar til að ræða mögulega ráðstöfun söluandvirðis Þórshamars, ef af sölu yrði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 51. fundur - 10.10.2024

Heimastjórn hefur haft til umfjöllunar mögulega sölu á íbúðarhúsnæðinu Þórshamri á Borgarfirði. Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leyti að húsið verði sett í söluferli að því gefnu að andvirði eignarinnar verði nýtt til uppbyggingar nýrra leiguíbúða á Borgarfirði.

Málinu vísað til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 10:15

Byggðaráð Múlaþings - 131. fundur - 22.10.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 10.10.2024, varðandi sölu á íbúðarhúsnæðinu Þórshamri á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að íbúðarhúsnæðið Þórshamar á Borgarfirði verði sett í söluferli og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra framkvæmd málsins. Byggðaráð leggur einnig áherslu á að gengið verði frá samkomulagi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) varðandi íbúðauppbyggingu á Borgarfirði, sem og í öðrum kjörnum sveitarfélagsins, þar sem gert verði ráð fyrir aðkomu sveitarfélagsins með stofnframlögum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 138. fundur - 07.01.2025

Fyrir liggur tilboð í fasteignina Þórshamar á Borgarfirði sem samþykkt var að setja í söluferli á fundi byggðaráðs 22. október 2024.

Við upphaf þessara dagskráliðar vöktu Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson athygli á mögulegu vanhæfi sínu vegna fjölskyldutengsla. Formaður bar upp tillögu um vanhæfi sem var samþykkt samhljóða. Viku Helgi og Eyþór af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði í fasteignina Þórshamar á Borgarfirði og felur fjármálastjóra og sveitarstjóra framkvæmd málsins fyrir hönd sveitarfélagisns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd