Fara í efni

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 202406163

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 123. fundur - 09.07.2024

Atvinnu- og menningarmálasvið og Umhverfis- og framkvæmdasvið leggja hér með fram tillögu að framkvæmdaáætlun til 5 ára er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu til umræðu og afgreiðslu. Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá til þess að unnið verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 10:03
Getum við bætt efni þessarar síðu?