Fara í efni

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 202406163

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 123. fundur - 09.07.2024

Atvinnu- og menningarmálasvið og Umhverfis- og framkvæmdasvið leggja hér með fram tillögu að framkvæmdaáætlun til 5 ára er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu til umræðu og afgreiðslu. Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá til þess að unnið verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 10:03

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 123. fundur - 19.08.2024

Lögð er fram bókun byggðaráðs um 5 ára framkvæmdaáætlun er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að horft verði til fyrirliggjandi áætlunar við gerð fjárfestingaráætlunar 2025. Jafnframt er lagt til að framkvæmdaáætlunin verði lögð fyrir heimastjórnir til kynningar og umræðu.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 50. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggja til kynningar og umræðu 5 ára framkvæmdaáætlun er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 19.8.2024 að horft yrði til við gerð fjárfestingaráætlunar 2025.

Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir því að fá að rýna framkvæmdaáætlunina betur þar sem aðeins eitt verkefni á Borgarfirði kemur fram í henni. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 52. fundur - 05.09.2024

Að mati heimastjórnar ættu heimastjórnir að koma að áætlanagerðum sem þessum strax í upphafi ferilsins, en ekki í lokin þegar í raun er orðið of seint að gera athugasemdir. Eins telur heimastjórn að tækifæri séu til að sækja um styrki í fleiri verkefni en gert er ráð fyrir í þessari áætlun.

Á fundi sínum 2. maí sl. lagði heimastjórn Djúpavogs fram sínar áherslur og lagði til að sótt yrði um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í þau verkefni. Engin þeirra eru inn á þessari áætlun í ár.

Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggja til kynningar og umræðu 5 ára framkvæmdaáætlun er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 19.8.2024 að horft yrði til við gerð fjárfestingaráætlunar 2025.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 48. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggja til kynningar og umræðu 5 ára framkvæmdaáætlun er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 19.8.2024 að horft yrði til við gerð fjárfestingaráætlunar 2025.

Fulltrúi sveitarstjóra falið að koma ábendingu á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 51. fundur - 10.10.2024

Fyrir liggja til kynningar og umræðu 5 ára framkvæmdaáætlun er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 19.8.2024 að horft yrði til við gerð fjárfestingaráætlunar 2025. Heimastjórn ákvað á fundi sínum 5. september 2024 að rýna framkvæmdaáætlunina betur þar sem aðeins eitt verkefni á Borgarfirði kom fram í henni.

Starfsmanni falið að setja saman minnisblað með hugmyndum í samræmi við umræður á fundinum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?