Fara í efni

Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2024

Málsnúmer 202409067

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 128. fundur - 17.09.2024

Fyrir liggja ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem var haldinn 7. september 2024.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 49. fundur - 08.10.2024

Fyrir liggja ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem var haldinn 7. september 2024.

Lagt fram til kynningar.

Snorri Emilsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég tek heilshugar undir ályktun NAUST er varðar laxeldi í Seyðisfirði og hvet sveitarstjórn Múlaþings til að nota tækifærið og standi með íbúum á Seyðisfirði, í samræmi við skoðanakönnun sem hún sjálf stóð fyrir, og lýsi því opinberlega yfir að verði af laxeldi í Seyðisfirði sé það, að öðrum annmörkum ótöldum, í óþökk og andstöðu við meirhluta íbúa Seyðisfjarðar og þar með í óþökk og andstöðu sveitarstjórnar Múlaþings, sem virðir vilja nærsamfélagsins á hverjum stað innan Múlaþings.
Það er aldrei of seint að koma athugasemdum og skoðunum á framfæri meðan ekki er komin endanleg afgreiðsla.
Það fer ekki gegn lögum að lýsa yfir afstöðu þótt afgreiðsla mála séu ekki á eigin hendi.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 51. fundur - 10.10.2024

Fyrir liggja ályktanir frá aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem haldinn var 7. september 2024.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 10.10.2024

Fyrir liggja til kynningar ályktanir frá aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem haldinn var 7. september 2024.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?