Fara í efni

Starfstöðvar þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins á Seyðisfirði

Málsnúmer 202410118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 131. fundur - 22.10.2024

Fyrir liggja upplýsingar varðandi það að mögulega standi til að loka þýðingarmiðstöðvum utanríkisráðuneytisins á Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði á komandi árum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir furðu sinni á að hafnar séu aðgerðir er miða að því að loka þýðingarmiðstöðvum utanríkisráðuneytisins á landsbyggðinni á þeirri forsendu að þörf sé aðhalds í rekstri málaflokksins. Með hliðsjón af áherslum í byggðastefnu stjórnvalda sem og með vísan til áherslna á störf án staðsetninga hvetur byggðaráð Múlaþings stjórnvöld til þess að taka þessi áform til endurskoðunar. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við SSA, utanríkisráðherra og þingmenn kjördæmisins með ósk um viðbrögð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?