Fara í efni

Aðstaða fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 202410106

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 131. fundur - 22.10.2024

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og gerði grein fyrir mögulegri nýtingu sveitarfélagsins á aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa hjá Setrinu Vinnustofu ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði samningur við Setrið Vinnustofu ehf. varðandi starfsaðstöðu fyrir kjörna fulltrúa. Gerður verði samningur til þriggja mánaða til að byrja með og að þeim tíma liðnum verði tekin um það ákvörðun hvort samið verði um áframhaldandi nýtingu eða ekki. Skrifstofustjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 140. fundur - 21.01.2025

Fyrir liggur að taka afstöðu til mögulegrar áframhaldandi nýtingar sveitarfélagsins á aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa í Setrinu vinnustofu á Egilsstöðum. Núgildandi samningur rennur út 31. janúar 2025.

í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 141. fundur - 28.01.2025

Fyrir liggur að taka afstöðu til mögulegrar áframhaldandi nýtingar sveitarfélagsins á aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa í Setrinu vinnustofu á Egilsstöðum. Núgildandi samningur rennur út 31. janúar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Vinnustofuna ehf á grundvelli umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 142. fundur - 04.02.2025

Fyrir liggur að taka afstöðu til mögulegrar áframhaldandi nýtingar sveitarfélagsins á aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa í Setrinu vinnustofu á Egilsstöðum. Samningur rann út 31. janúar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur skrifstofustjóra að semja fyrir hönd sveitarfélagsins við Setrið varðandi framtíðarnýtingu fyrir aðstöðu fyrir kjörna fulltrúa. Horft verði til þess að endurnýja þann samning er rann út 31. janúar 2025.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd