Fara í efni

Samráðsgátt. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.)

Málsnúmer 202410048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 130. fundur - 08.10.2024

Fyrir liggur í samráðsgátt frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings ítrekar fyrri ályktanir sveitarfélagsins varðandi mikilvægi þess að skipulagsvaldið, hvað varðar haf- og strandsvæði, sé hjá sveitarfélögum og verði unnið samhliða svæðisskipulagi.
Verði sú breyting ekki gerð leggur byggðaráð Múlaþings til að í stað skipunar átta fulltrúa í svæðisráð verði skipaðir sjö. Þrjá samkvæmt tilnefningu ráðherra og þrjá samkvæmt tilnefningum aðliggjandi sveitarfélaga og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem jafnframt gegni formennsku í ráðinu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum en einn á móti (HHÁ).
Getum við bætt efni þessarar síðu?