Fara í efni

Beiðni um viðbótarframlag

Málsnúmer 202408061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 125. fundur - 20.08.2024

Fyrir liggur erindi frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi frá aðildarsveitarfélögunum vegna viðbótarrekstrarkostnaðar á árinu sem ekki var gert ráð fyrir og hins vegar vegna uppsafnaðs hallarekstrar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að taka málið til frekari skoðunar og stefnt verði að því að taka erindið til afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 126. fundur - 27.08.2024

Fyrir liggur erindi frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi frá aðildarsveitarfélögunum vegna viðbótarrekstrarkostnaðar á árinu sem ekki var gert ráð fyrir og hins vegar vegna uppsafnaðs hallarekstrar.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 130. fundur - 08.10.2024

Fyrir liggur erindi frá formanni stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dagsett 30.9.2024, þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi frá aðildarsveitarfélögunum vegna viðbótarrekstrarkostnaðar á árinu sem ekki var gert ráð fyrir og hins vegar vegna uppsafnaðs hallarekstrar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita viðbótarframlag til reksturs Héraðsskjalasafns Austfirðinga á árinu 2024 sem nemur beiðni, kr. 500.000,-. Hvað varðar viðbótarframlag næsta árs er því vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?