Fara í efni

Reglur um tölvupóst kjörinna fulltrúa og starfsmanna Múlaþings

Málsnúmer 202410003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 130. fundur - 08.10.2024

Fyrir liggja drög að reglum um tölvupóst- og netnotkun starfsfólks Múlaþings og reglum um tölvupóst kjörinna fulltrúa. Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, gerði grein fyrir málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur um tölvupóst kjörinna fulltrúa og starfsmanna Múlaþings og felur skrifstofustjóra að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?