Fara í efni

Bókasafnið á Seyðisfirði, tillögur starfshóps að nýrri staðsetningu

Málsnúmer 202410032

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 130. fundur - 08.10.2024

Fyrir liggur minnisblað frá Aðalheiði Borgþórsdóttur atvinnu- og menningarmálastjóra, Hugrúnu Hjálmarsdóttur umhverfis- og framkvæmdastjóra og Kolbrúnu Erlu Pétursdóttur forstöðukonu Bókasafns Héraðsbúa, um bókasafn Seyðisfjarðar. Einnig liggur fyrir greinargerð frá 15.2.2024 um skóla- og almenningsbókasöfn Múlaþings. Aðalheiður Borgþórsdóttir kom inn á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir niðurstöðum hópsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa tillögum starfshóps að nýrri staðsetningu bókasafns á Seyðisfirði til umsagnar í heimastjórn Seyðisfjarðar.

Í vinnslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 50. fundur - 07.11.2024

Fyrir liggur bókun Byggðaráðs Múlaþings dags 08.10.2024 þar sem tillögum að nýrri staðsetningu bókasafns á Seyðisfirði er vísað til umsagnar í heimastjórn Seyðisfjarðar. Frumhönnun á nýjum grunnskóla á Seyðisfirði gerir ekki ráð fyrir almenningsbókasafni, aðeins skólabókasafni samkvæmt tillögum fjölskylduráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Af þeim kostum er lagðir eru fram í minnisblaðinu leggur Heimastjórn Seyðisfjarðar til að könnuð verði nánar sviðsmynd 3 þar sem bókasafn yrði flutt aftur á efri hæð Herðubreiðar. Kanna þarf hvort hægt verði að tryggja fullnægjandi aðgengi auk þess sem fyrir þarf að liggja að núverandi leigutaki geti séð af rýminu. Gera þarf einnig nákvæmara kostnaðarmat fyrir slíkri framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?