Fara í efni

Húsnæði fyrir inniaðstöðu Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202410142

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 115. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, dags. 13.09.24, þar sem óskað er eftir nýju húsnæði fyrir inniaðstöðu klúbbsins á Egilsstöðum.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en vísar málinu til Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 132. fundur - 04.11.2024

Fyrir liggur erindi frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs varðandi nýtt æfingahúsnæði á Egilsstöðum. Fjölskylduráð tók erindið fyrir á fundi 29. október þar sem tekið var jákvætt í erindið en því var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að málinu.

Samþykkt samhljóða
Getum við bætt efni þessarar síðu?