Fara í efni

Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2024

Málsnúmer 202402148

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 108. fundur - 27.02.2024

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 20.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 136. fundur - 03.12.2024

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 27.11.2024, þar sem tillögum varðandi slit félagsins og fjárhagslega skiptingu eigna er vísað til aðildarsveitarfélaganna til umfjöllunar og afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir því til sveitarstjórnar að samþykkja slit á Skólaskrifstofu Austurlands og að skuldir og eignir verði gerðar upp miðað við fjárhagslega stöðu 27.11.2024 samkvæmt árshlutareikningi. Jafnframt samþykki sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu að skiptingu eigna A og B deilda Skólaskrifstofunnar á milli aðildarsveitarfélaga sem og skiptingu Minningarsjóðs Gunnlaugs Helgasonar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 53. fundur - 11.12.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 03.12.2024, varðandi slit á Skólaskrifstofu Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings slit á Skólaskrifstofu Austurlands og að skuldir og eignir verði gerðar upp miðað við fjárhagslega stöðu 27.11.2024 samkvæmt árshlutareikningi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt fyrirliggjandi tillögu að skiptingu eigna A og B deilda Skólaskrifstofunnar á milli aðildarsveitarfélaganna sem og skiptingu Minningarsjóðs Gunnlaugs Helgasonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?