Fara í efni

Ályktun frá Skólastjórafélagi Austurlands

Málsnúmer 202411164

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 53. fundur - 11.12.2024

Fyrir liggur ályktun frá Skólastjórafélagi Austurlands, dags. 21.11.2024, þar sem skorað er á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn kjaradeilu Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og íslenska ríkisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings bindur vonir við að farsæl niðurstaða fáist sem fyrst fyrir hlutaðeigandi aðila í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Sveitarstjórn vekur athygli á að umboð til kjarasamningagerðar f.h. Múlaþings, sem og annarra sveitarfélaga, er hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvetur samningsaðila til að leggja allt kapp við að ná samkomulagi sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?