Fara í efni

Fýsileikakönnun varðandi uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers

Málsnúmer 202212071

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur erindi frá sveitarstjórnarfulltrúa Helga Hlyni Ásgrímssyni varðandi það að á vegum sveitarfélagsins verði unnin fýsileikakönnun varðandi mögulega staðsetningu kjarnorkuvers innan sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir sem lagði fram tillögu, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir og Þröstur Jónsson

Hildur Þórisdóttir lagði til að fresta þessum lið þar til frekari gögn lægju fyrir.

Tillaga Hildar Þórisdóttur felld með 6 atkvæðum (JB,BHS,VJ,ÍKH,BE,GlG) einn sat hjá (GÁ) Þrír með frestun (HÞ,HHÁ,ÞJ)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?