Fara í efni

Lóðaleigusamningur, endurskoðun

Málsnúmer 202101229

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 10. fundur - 27.01.2021

Formaður gerði grein fyrir vinnu við gerð á nýju sniðmáti fyrir lóðaleigusamninga sveitarfélagsins og gerð nýrrar samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi. Stefnt er að því að drög að hvoru tveggja verði lögð fyrir næsta fund ráðsins.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 12. fundur - 10.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að nýrri samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og drög að grunnleigusamningi um byggingarlóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að grunnleigusamningi. Einnig samþykkir ráðið fyrirliggjandi drög að samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fyrir lá tillaga umhverfis- og framkvæmdaráðs að samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá til þess að framvegis verði unnið samkvæmt henni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðun samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi. Um er að ræða breytingar vegna uppfærslu á byggingarstaðli ÍST 51:2021 auk orðalags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.12.2021, þar sem drögum að endurskoðun samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Um er að ræða breytingar vegna uppfærslu á byggingarstaðli ÍST 51:2021 auk orðalags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi breytingar á samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings að koma breytingum á.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Að beiðni fulltrúa í ráðinu er tekin til umfjöllunar fyrirspurn um breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi. Breytingin snýr að skil á lóð samkvæmt b) lið 3. greinar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að breyting verði gerð á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi þess efnis að þegar úthlutun lóðar gengur ekki eftir, lóð er skilað eða úthlutun er afturkölluð í samræmi við ákvæði samþykktarinnar, skulu lóðirnar sjálfkrafa færðar á lista yfir lausar lóðir, hafi þær verið þar við úthlutun, og það tilkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Ekki verði gert ráð fyrir atbeina umhverfis- og framkvæmdaráðs hvað þetta varðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 16.03.2022, varðandi breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að breyting verði gerð á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi þess efnis að þegar úthlutun lóðar gengur ekki eftir, lóð er skilað eða úthlutun er afturkölluð í samræmi við ákvæði samþykktarinnar, skulu lóðirnar sjálfkrafa færðar á lista yfir lausar lóðir, hafi þær verið þar við úthlutun, og það tilkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Ekki verði gert ráð fyrir atbeina umhverfis- og framkvæmdaráðs hvað þetta varðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja annars vegar drög að breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi og hins vegar drög að breytingu á grunnleigusamningi um byggingarlóðir. Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði ásamt lögfræðingi sveitarfélagsins sitja fundinn undir þessum lið.

Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja að nýju drög að breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi ásamt drögum að breytingu á grunnleigusamningi um byggingarlóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi (sem fái heitið reglur um úthlutun lóða í Múlaþingi) og breytingum á grunnleigusamningi um byggingarlóðir. Ráðið vísar breytingunum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, varðandi breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi ásamt breytingu á grunnleigusamningi um byggingarlóðir.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi reglur um úthlutun lóða í Múlaþingi og breytingu á grunnleigusamningi um byggingalóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 69. fundur - 21.11.2022

Verkefnastjóri fjármála kynnir drög að tveimur nýjum lóðarleigusamningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að nýjum lóðarleigusamningum og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 10:15

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 71. fundur - 05.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.
Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og vísar þeim til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 08:45

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.11.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkja fyrirliggjandi drög að lóðaleigusamningum í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um lóðaleigusamninga í Múlaþingi. Verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði falið að sjá til þess að nýir lóðaleigusamningar verði virkjaðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 32. fundur - 11.01.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.12.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að staðfesta fyrirliggjandi drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.
Verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði falið að sjá til þess að reglurnar verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?