Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (ÁHB).

Sveitarstjórn Múlaþings - 17. fundur - 10.11.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson,Jakob Sigurðsson,Hildur Þórisdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli verði kynnt í samræmi við ákvæði 30.gr.sbr.1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal. Lýsingin var kynnt almenningi frá 17. nóvember til 11. desember 2021 og bárust engar athugasemdir.

Akstursíþróttafélagið START tilkynnti fyrirhugaða framkvæmd til Skipulagsstofnunar 14. desember 2021 samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 11.01 í 1. viðauka laganna. Skipulagsstofnun tilkynnti 9. febrúar síðast liðinn að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur jafnframt vinnslutillaga aðalskipulagbreytingarinnar, dags. 25.2.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verð kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. laga númer 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 24. fundur - 04.08.2022

Fyrir liggur til umsagnar vinnslutillöga, dagsett 6. júlí 2022, vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýs akstursíþróttasvæðis í Skagafelli á Eyvindarárdal.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Vinnslutillaga breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal var kynnt almenningi frá 14. júlí til 5. ágúst 2022 og bárust engar athugasemdir. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma auk samantektar með viðbrögðum við þeim. Fyrir ráðinu liggur jafnframt tillaga til auglýsingar, dagsett 9. nóvember 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu þar sem brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar. Ráðið beinir því til sveitarstjórnar að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 14.11.2022, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason sem svaraði fyrirspurn Eyþórs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 81. fundur - 27.03.2023

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal er lokið. Ein athugasemd sem barst á auglýsingatíma auk umsagnar frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir athugasemdina en telur hana ekki gefa tilefni til að gera breytingar á fyrirliggjandi skipulagsáætlun og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÁHB) situr hjá.

Sveitarstjórn Múlaþings - 35. fundur - 12.04.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 27.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var til umfjöllunar.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu fyrir aksturssvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 36. fundur - 10.05.2023

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal er lokið. Ein athugasemd barst á auglýsingatíma og liggur fyrir sveitarstjórn að taka hana til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemd þeirri er barst við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis í Skagafelli.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?