Fara í efni

Samningur um sameiginlega félagsþjónustu

Málsnúmer 202102259

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Drög að samstarfssamningi um sameiginlega félagsþjónustu og barnavernd er samþykkt af hálfu fjölskylduráðs.

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lágu drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við framlögð drög að samningi um sameiginlega félagsþjónustu og vísar þeim til sveitarstjórnar Múlaþings til samþykktar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lágu drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrir liggjandi drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps og felur sveitarstjóra undirritun hans fyrir hönd sveitarfélagsins. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að framkvæmd þjónustunnar verði í samræmi við fyrirliggjandi samning.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur til seinni umræðu samningur um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi samning um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að samningurinn verði virkjaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?