Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Eiðar village ehf. um að breyting verði gerð á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna fyrirhugaðar uppbyggingar frístundasvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 14.11.2022, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna uppbyggingar fyrirhugaðs frístundasvæðis í landi Eiða í Eiðaþinghá. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 31. fundur - 02.02.2023

Fyrir liggur ósk um umsögn heimastjórnar við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna frístundabyggðar við Eiða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna frístundabyggðar við Eiða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 79. fundur - 06.03.2023

Skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundasvæði á Eiðum var kynnt í lok janúar og rann frestur til athugasemda út þann 17. febrúar. Lagðar eru fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi athugasemda sem bárust við skipulagslýsinguna samþykkir ráðið að taka sér tíma til þess að skoða þær nánar og óskar jafnframt eftir frekari upplýsingum frá málsaðila.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80. fundur - 20.03.2023

Landeigandi og forsvarsaðili Eiða village ehf., ásamt skipulagshönnuði, kynntu fyrirhuguð áform um uppbyggingu frístundasvæðis á Eiðum. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna.
Málið verður lagt fyrir að nýju.

Gestir

  • Kristmann Pálmason - mæting: 09:45
  • Skarphéðinn Smári Þórhallsson - mæting: 09:45

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 81. fundur - 27.03.2023

Lagðar eru fram að nýju umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundasvæði á Eiðum. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra með tilliti til áframhaldandi vinnu við skipulagsbreytinguna.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem hafa borist hafa við lýsinguna og telur mikilvægt að hafa þær til hliðsjónar við gerð vinnslutillögu. Bent er á að senda skipulagslýsinguna til umsagnar hjá Slökkviliði Múlaþings.
Komið hefur fram að þau áform sem kynnt voru í lýsingunni eru hugsuð til langs tíma. Ráðið getur fallist á að vinnslutillaga taki til fyrsta áfanga fyrirhugaðra áforma sem væru allt að 50 bústaðir en vísar frekari breytingum á aðalskipulaginu til gerðar nýs aðalskipulags. Þá telur ráðið mikilvægt að skipulagið taki mið af þeim náttúrugæðum sem svæðið hefur og verði mótað með þau í huga. Í því sambandi þarf að liggja fyrir vönduð greining á náttúrufari á svæðinu.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 (ÁMS og PH) sitja hjá.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 100. fundur - 20.11.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundasvæði á Eiðum. Tekið hefur verið tillit til þeirra umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sérstaklega skuli óskað eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 41. fundur - 08.12.2023

Fyrir liggur vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundasvæði á Eiðum. Tekið hefur verið tillit til þeirra umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.11. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sérstaklega skuli óskað eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela starfsmanni að koma umsögn heimastjórnar til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 105. fundur - 22.01.2024

Umsagnarfrestur vegna kynningar á vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi vegna frístundabyggðar við Eiða rann út þann 3. janúar sl.
Fyrir ráðinu liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust auk samantektar á þeim.

Málið er áfram í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 106. fundur - 29.01.2024

Teknar eru fyrir að nýju umsagnir sem bárust við kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna frístundabyggðar við Eiða.

Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrir liggur minnisblað frá skipulagsráðgjafa um athugasemdir sem fram koma í umsögnum um tillöguna ásamt samantekt á þeim atriðum sem sveitarstjórn þarf að taka afstöðu til. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir afstöðu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar til fyrirliggjandi umsagna og þeirra álitaefna sem koma fram í niðurlagi minnisblaðs skipulagsráðgjafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.02.2024

Teknar eru fyrir umsagnir sem bárust við kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna frístundabyggðar við Eiða.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.1.2024:
Fyrir liggur minnisblað frá skipulagsráðgjafa um athugasemdir sem fram koma í umsögnum um tillöguna ásamt samantekt á þeim atriðum sem sveitarstjórn þarf að taka afstöðu til. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir afstöðu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar til fyrirliggjandi umsagna og þeirra álitaefna sem koma fram í niðurlagi minnisblaðs skipulagsráðgjafa.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundinum og skila til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 108. fundur - 19.02.2024

Fyrir ráðinu liggur álit heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd um viðbrögð við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna frístundasvæðis við Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur tekið umsagnir og athugasemdir við kynningu vinnslutillögu til ítarlegrar umfjöllunar á undanförnum fundum og farið yfir álitamál sem fram koma í umsögnum um tillöguna. Það er mat ráðsins að fyrirhuguð uppbygging á svæðinu sé til þess fallin að styrkja stoðir samfélagsins á Eiðum og vera til hagsbóta fyrir svæðið í heild.
Náttúrugæði svæðisins eru óumdeild og með því göngustígaskipulagi sem kynnt hefur verið í vinnslutillögu deiliskipulagsins mun aðgengi að svæðinu aukast fyrir allan almenning og tillagan til þess fallin að styrkja innviði til náttúruskoðunar og upplifunar á svæði sem skilgreint hefur verð sem mikilvægt vegna vistgerða og fugla. Það er mat ráðsins að þeir skilmálar sem kynntir hafa verið í vinnslutillögu deiliskipulags séu til þess fallnir að koma til móts við náttúru- og landslagsverndarsjónarmið sem sett hafa verið fram.
Ráðið samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðgjafa við áframhaldandi vinnslu tillögunnar.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 eru á móti (AMS, AHB og PH).

Fulltrúar V-lista og L-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Veigamiklar athugasemdir við vinnslutillöguna bárust m.a. frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Skógræktinni. Fram kom skýr gagnrýni á umhverfisáhrif sem af framkvæmdinni mun hljótast. Bent var á að hún yrði í andstöðu við 61.gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd og að ekki sé sýnt fram á að brýnir almannahagsmunir réttlæti hana.

Skógræktin telur þurfa að grípa til mótvægisaðgerða vegna rasks á skógi samanber ákvæði laga. Þó að slíkar slíkar mótvægisaðgerðir vegi að hluta upp á móti tapi á skógi, þá vega þær ekki upp á móti eyðingu sögulega mikilvægs skógar í landi Eiða. Hér er vísað til þess að skógrækt í Eiðalandi var ekki síst að frumkvæði skólastjórnenda og nemendur Eiðaskóla plöntuðu þar trjám um árabil. Núverandi birkiskógur Eiða er sjálfsáinn frá þeim fáu birkiplöntum sem lifðu af eyðingu gamla Eiðaskógar á 19. öld og full ástæða til að verja þá sérstöðu.

Staðsetning húsa samkvæmt vinnslutillögunni mun þýða mjög mikið rask á votlendi. Það á við um hluta húsa við suðurenda Eiðavatns og áhyggjuefni m.t.t. fuglalífs er hve nærri vatninu þau hús eru. Þá raskast umtalsvert votlendi vegna þeirra húsa sem áætluð eru í ásunum norðvestan og vestan við Húsatjörn.

Við teljum umrædda 50 húsa byggð, vegagerð og fráveitu sem henni fylgir raska umtalsverðu votlendi og að hluta líka skógi með óafturkræfum hætti. Við teljum að ekki hafi verið sýnt fram á að brýnir almannahagsmunir réttlæti fyrirhugaðar framkvæmdir.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagstillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs fyrir frístundasvæði á Eiðum. Tillagan hefur verið uppfærð í samræmi við minnisblað og bókun ráðsins frá 108. fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 sat hjá (ÁHB).

Sveitarstjórn Múlaþings - 46. fundur - 13.03.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.03.2024, varðandi aðalskipulagsbreytingu.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Jónína Brynjólfsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulagstillaga, vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs fyrir frístundasvæði á Eiðum, verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 124. fundur - 26.08.2024

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna frístundasvæðis við Eiða lauk þann 2. ágúst sl. og liggja fyrir umsagnir sem taka þarf afstöðu til í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Inn á fundinn tengist málsaðili auk skipulagshönnuðar deiliskipulags og fylgja eftir minnisblaði með tillögum þeirra að viðbrögðum við umsögnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Áður en málið verður tekið til frekari umræðu og afgreiðslu óskar umhverfis- og framkvæmdaráð eftir frekari upplýsingum frá málsaðila. Starfsmönnum falið að óska eftir upplýsingum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Skarphéðinn Smári Þórhallsson - mæting: 08:30
  • Kristmann Pálmason - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 125. fundur - 02.09.2024

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna frístundasvæðis við Eiða lauk þann 2. ágúst sl. og bárust athugasemdir sem taka þarf afstöðu til í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Fyrir liggur minnisblað með drögum að umsögn um athugasemdirnar.
Jafnframt er lagt fram minnisblað frá málsaðila með frekari upplýsingum sem óskað var eftir á síðasta fundi ráðsins.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið fór yfir umsagnirnar og samþykkir að gerðar verði lagfæringar á skipulagstillögunni í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og henni vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 voru á móti (ÁMS, ÁHB og ÞÓ).

Fulltrúar V og L-lista (ÁMS, ÁHB og ÞÓ) leggja fram eftirfarandi bókun:
Veigamiklar athugasemdir við skipulagstillöguna bárust m.a. frá Landi og Skógi, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Fram kom skýr gagnrýni á umhverfisáhrif sem af framkvæmdinni mun hljótast, þar með talið rask á votlendi. Því samþykkjum við ekki skipulagstillöguna þó gerðar verði breytingar á henni í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 09:00

Sveitarstjórn Múlaþings - 50. fundur - 11.09.2024

Fyrir liggur bókun frá 125. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.09.2024, varðandi skipulagstillögu breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna frístundasvæðis við Eiða. Tillagan var auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 2. ágúst 2024.

Til máls tók:Ásrún Mjöll Stefánsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna frístundasvæðis við Eiða, í samræmi við 32. gr. skipulagsslaga. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.

Samþykkt með 7 atkvæðum, einn sat hjá(ES ) og þrír á móti (HÞ,ÁMS,PH)
Getum við bætt efni þessarar síðu?