Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

48. fundur 08. maí 2024 kl. 13:00 - 15:45 Í Faktorshúsi Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varamaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varamaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson varamaður
  • Ágúst Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Vegna forfalla af ýmsum ástæðum frá því sveitarstjórn skipaði í kjörstjórnir í Múlaþingi á fundi sínum 10.8.2022 liggur fyrir að skipa þarf í hluta kjörstjórna á ný.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings skipar eftirfarandi fulltrúa í kjörstjórnir í Múlaþingi í stað þeirra sem láta af störfum:

Í kjördeild 1 á Fljótsdalshéraði: Jón Hávarður Jónsson aðalmaður í stað Ingvars Skúlasonar.
Í kjördeild 1 á Fljótsdalshéraði: Bára Dögg Þórhallsdóttir varamaður í stað Brynjars Árnasonar.
Í kjördeild 2 á Fljótsdalshéraði: Guðmundur Sveinsson Kröyer varamaður í stað Hlyns Ármannssonar.
Á Borgarfirði eystra: Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar varamaður í stað Irena Boiko.
Á Seyðisfirði: Bára Mjöll Jónsdóttir aðalmaður í stað Ólafíu Stefánsdóttur.
Á Seyðisfirði: Jóna Guðmundsdóttir varamaður í stað Auðar Brynjarsdóttur.
Á Seyðisfirði: Margrét Urður Snorradóttir varamaður í stað Guðjóns Más Jónssonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Forsetakosningar 2024

Málsnúmer 202403192Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að staðfesta þarf kjörstaði í Múlaþingi vegna forsetakosninga 2024 auk aðstöðu fyrir kosningar utan kjörfundar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir að kjörstaðir í Múlaþingi verði á eftirfarandi stöðum:

Í Hreppsstofu á Borgarfirði eystra, í Tryggvabúð á Djúpavogi, í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í Íþróttahúsinu á Seyðisfirði.

Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sveitarfélagsins á Borgarfirði og á Djúpavogi, á opnunartímum skrifstofanna frá og með 6. maí til og með 31. maí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs

Málsnúmer 202401019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá M-lista í framhaldi af opnum fundi Austurbrúar mánudaginn 29. apríl með yfirskriftina "Hoppsa Bomm! Stefnumót um framtíð skíðasvæðanna á Austurlandi". Þar kom fram kröftugt ákall um aukna fjölbreytni skíðasvæða með æfingasvæði á láglendi. Einnig fylgir með greinargerð varðandi mögulegt æfingasvæði með snjóframleiðslu í Selskógi. Lagt er til að fýsileika athugun verði unnin um þessa hugmynd sem innlegg í ofangreinda stefnumótun.
Talið er mikilvægt að slík athugun sé gerð sem fyrst þar sem tilkoma slíks skíðasvæðis myndi hafa mjög afgerandi og ráðandi áhrif á alla stefnumótun til framtíðar skíðasvæðanna á Austurlandi.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Berlind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Sigurður Gunnarsson, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi málefni skíðasvæða í Múlaþingi til fjölskylduráðs til umfjöllunar. Þar verði einnig teknar til umfjöllunar niðurstöður samráðsfundar er Austurbrú stóð fyrir varðandi framtíð skíðasvæða á Austurlandi, er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Heimastjórn Borgarfjarðar - 46

Málsnúmer 2404004FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 1 sem bar fram fyrirspurn, Eyþór Stefánsson sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 1, Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 1, Helgi Hlynur Ásgrímsson vegna liðar 1, Eyþór Stefánsson vegna liðar 1, Hildur Þórisdóttir vegna liðar 2 og beindi fyrirspurn til Jónínu Brynjólfsdóttur, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 2, Eyþór Stefánsson vegna liðar 2.

Lagt fram til kynningar.

5.Heimastjórn Borgarfjarðar - 47

Málsnúmer 2404025FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 46

Málsnúmer 2404022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Heimastjórn Djúpavogs - 49

Málsnúmer 2404023FVakta málsnúmer

Eyþór Stefánsson vegna liðar 4 og beindi fyrirspurn til sveitarstjóra, Hildur Þórisdóttir vegna liðar 4 og beindi fyrirspurn til Jónínu Brynjólfsdóttur, Hildur Þórisdóttir vegna liðar 6, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 4, Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 4 og 6, Helgi Hlynur Ásgrímsson vegna liðar 4 og beindi fyrirspurn til sveitarstjóra, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 4.

Lagt fram til kynningar.

8.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46

Málsnúmer 2404014FVakta málsnúmer

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir vegna liðar 2 og liðar 8 og liðar 9 og beindi fyrirspurn til sveitarstjóra vegna þess liðar, sveitarstjóri sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 9, Þröstur Jónsson vegna liðar 9. Helgi Hlynur Ásgrímsson vegna liðar 8 og liðar 2 sem beindi fyrirspurn til Jónínu Brynjólfsdóttur, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 2, Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 8 og liðar 2 og liðar 6 og beindi fyrirspurn til Jónínu Brynjólfsdóttur vegna þess liðar, Helgi Hlynur Ásgrímsson vegna liðar 2, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 6, Helgi Hlynur Ásgrímsson vegna liðar 2.

Jónína Brynjólfsdóttir kom á framfæri mögulegu vanhæfi sínu vegna liðar 9. Það borið upp og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sögðu nei og 2 sátu hjá.

Lagt fram til kynningar.

9.Byggðaráð Múlaþings - 113

Málsnúmer 2404007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Byggðaráð Múlaþings - 114

Málsnúmer 2404013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Byggðaráð Múlaþings - 115

Málsnúmer 2404019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112

Málsnúmer 2403015FVakta málsnúmer

Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 113

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 114

Málsnúmer 2404015FVakta málsnúmer

Þröstur Jónsson vegna liðar 11 og beindi fyrirspurn til Jónínu Brynjólfsdóttur, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 11, Hildur Þórisdóttir vegna liðar 5 og beindi fyrirspurn til Jónínu Brynjólfsdóttur, Jónína Brynjólfsdóttir sem svararði fyrirspurn vegna liðar 5.

Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 115

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 116

Málsnúmer 2405001FVakta málsnúmer

Eyþór Stefánsson vegna liðar 1, Jónína Brynjólfsdóttir vegna liðar 1, Þröstur Jónsson vegna liðar 11 og beindi fyrirspurn til Jónínu Brynjólfsdóttur, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 11, Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 11.

Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð Múlaþings - 100

Málsnúmer 2403018FVakta málsnúmer

Guðmundur Björnsson Hafþórsson vegna liðar 3.

Lagt fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð Múlaþings - 101

Málsnúmer 2404010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð Múlaþings - 102

Málsnúmer 2404018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Ungmennaráð Múlaþings - 29

Málsnúmer 2403005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?