Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

112. fundur 24. september 2024 kl. 12:30 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Þóra Björnsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri

1.Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins vegna sundlaugin á Egilsstöðum

Málsnúmer 202408081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins, dagsett 19. 8. 2024, vegna sundlaugarinnar á Egilsstöðum. Á fundinn mætti Guðmundur Birkir Jóhannsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Hann fór yfir hugmyndir að breytingum á húsnæðinu til að koma til móts við þau fyrirmæli sem koma fram í skýrslunni.

Lagt fram til kynningar.

2.Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs

Málsnúmer 202401019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að auknu samstarfi milli skíðasvæðanna í Oddskarði og Stafdal.

Fjölskylduráð tekur jákvætt í að unnið verði áfram að auknu samstarfi og sameiginlegri gjaldskrá milli skíðasvæðanna í Oddskarði og Stafdal. Verkefnastjóra íþrótta- og æskulýðsmála er falið að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Höttur, beiðni um hækkun framlags

Málsnúmer 202408192Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni, dagsett 28. ágúst 2024, frá Lísu Leifsdóttur, formanni aðalstjórnar Hattar, um hækkun á framlagi sveitarfélagsins til íþróttafélagsins.

Í upphafi málsins vakti Guðmundur Bj. Hafþórsson athygli á að hann væri mögulega vanhæfur. Tillaga um vanhæfi var borin upp og var hún samþykkt samhjóða, vék Guðmundur af fundi undir þessum lið.

Fjölskylduráð tekur beiðni Hattar til athugunar við endurskoðun fjárhagsáætlunar núna í október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Forvarnar- og fræðsluáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202409133Vakta málsnúmer

Þóra Björnsdóttir, verkefnastjóri frístunda og forvarna, kynnti drög að forvarnaráætlun barna og ungmenna í Múlaþingi.

Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?