Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

126. fundur 25. febrúar 2025 kl. 12:30 - 13:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig Þórhallsdóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta og tómstunda
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri

1.Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs

Málsnúmer 202401019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi um sérstaka páskapassa á skíðasvæðunum í Oddskarði og Stafdal.
Fjölskylduráð samþykkir sameiginlega passa fyrir skíðasvæðin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Unglingalandsmót UMFÍ 2025

Málsnúmer 202309202Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja, til kynningar, fyrstu fjórar fundargerðir framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ 2025.

3.Sumarfrístund 2025

Málsnúmer 202502160Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um fyrirkomulag sumarfrístundar í Múlaþingi 2025 ásamt gjaldskrá.
Helstu breytingar eru að áætlað er að hafa opið í sumarfrístund í allt sumar. Gjaldskráin hækkar um 2,5% frá síðasta ári.

Fjölskylduráð samþykkir tillögur að fyrirkomulagi og gjaldskrá sumarfrístundar með handauppréttingu.

4.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd