Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

117. fundur 21. maí 2024 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2024, viðaukar

Málsnúmer 202405116Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir fyrirliggjandi tillögur að viðaukum við samþykkta fjárhagsáætlun Múlaþings sem eru til komnar vegna breyttra forsendna í rekstri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að viðauka 1 sem felur í sér eftirfarandi breytingar á viðkomandi málaflokkum í A-hluta:

Nr. Málaflokkur/sjóður Viðaukar (þús.kr.)

00 Skatttekjur 48.207
02 Félagsþjónusta (154.809)
04 Fræðslu- og uppeldismál (39.722)
06 Æskulýðs- og íþróttamál (54.621)
28 Fjármagnstekjur og -gjöld (6.114)
31 Eignasjóður (56.994)

A-hluti samtals (264.053) til hækkunar á útgjöldum nettó

Fjárfestingahreyfingar:
Stofnframlag Bláargerði 7 6,1 millj.kr.
Stofnframlag Bláargerði 5 5,8 millj.kr.
Kaupvangur 10 46 millj.kr.

Fjármögnunarhreyfingar:
Lántaka A hluti 250 millj.kr.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu drög að tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir 2025.

Lagt fram til kynningar.

4.Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs

Málsnúmer 202401019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla sem unnin var af Austurbrú eftir málþingið Hoppsa bomm sem var haldið um skíðasvæðin á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu sveitarstjórnar Múlaþings, dags. 08.05.2024, þar sem fjölskylduráði er falin umfjöllun málefna skíðasvæða í Múlaþingi er fyrirliggjandi skýrsla um framtíð skíðasvæðanna á Austurlandi lögð fram til kynningar í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Starfamessa Austurlands

Málsnúmer 202404073Vakta málsnúmer

Við upphaf þessara liðar vakti Þröstur Jónsson á mögulegu vanhæfi sínu. Formaður bar upp vanhæfistillöguna og var hún felld samhljóða.


Fyrir liggur kynning á Starfamessu Austurlands sem verður haldin 19. september 2024 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Markmiðið er m.a. að kynna störf og starfsgreinar í heimabyggð fyrir ungu fólki á skólatíma.

Lagt fram til kynningar.

6.Unaós, næstu skref eftir bruna á fjárhúsi og hlöðu

Málsnúmer 202311208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum við fyrirspurn frá sveitarfélaginu varðandi mögulegar endurbætur og uppbyggingu húsakosts á Unaósi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings ítrekar þá áherslu er fram hefur komið í fyrri afgreiðslum byggðaráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um mikilvægi þess að landeigandi bregðist við með jákvæðum hætti við óskum um endurbætur og uppbyggingu húsakosts á Unaósi. Varðandi svör við fyrirliggjandi spurningum landeiganda þá er umhverfis- og framkvæmdaráði falið að bregðast við þeim fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breyttum reglum Múlaþings um gististaði er byggja á breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er samþykkt hefur verið á Alþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur Múlaþings um gististaði innan sveitarfélagsins og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar og kynntar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengdust undir þessum lið þeir Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og Stefán Aspar Stefánsson, verkefnisstjóri umhverfismála, og fóru yfir mögulegt verklag varðandi viðbrögð við ágangi búfjár á heimalöndum.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson og Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 10:35

9.Umferðaröryggi við Ferjuleiru á Seyðisfirði

Málsnúmer 202403193Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu um umferð á Seyðisfirði er varðar tímabundnar takmarkanir á akstri inn Ferjuleiru.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt heimild í 84.gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með síðari breytingum samþykkir Byggðaráð Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu um umferð á Seyðisfirði og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að hún verði birt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2024

Málsnúmer 202402111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Tækniminjasafns Austurland, dags. 30.04.2024, ásamt minnisblaði um rekstrarform Tækniminjasafnsins.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2024

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 16.05.2024.

Lagt fram til kynningar

12.Héraðslækningar til framtíðar

Málsnúmer 202404216Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Eyjólfur Þorkelsson, yfirlæknir heilsugæslu HSA í Fjarðabyggð, og fór yfir sína sýn á hvernig tryggja megi sem best faglega læknisþjónustu í dreifbýli á Íslandi.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Eyjólfur Þorkelsson - mæting: 09:10

13.Beiðni um styrk vegna 50 ára afmælis Egilsstaðakirkju

Málsnúmer 202404068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Egilsstaðakirkju varðandi styrk frá sveitarfélaginu í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar.

Málið áfram í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?