Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

120. fundur 17. desember 2024 kl. 12:30 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta og tómstunda
  • Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri í félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Helga Þórarinsdóttir Verkefnastjóri félagsþjónustu

1.Reglur Múlaþings um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202412065Vakta málsnúmer

Á 93. fundi fjölskylduráðs Múlaþings þann 30.01.2024 var bókað að reglur um fjárhagsaðstoð verði endurskoðaðar á árinu.
Fyrir fundinum liggja drög að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð hjá Múlaþingi ásamt minnisblaði og minnisblaði um ábyrgðaryfirlýsingu.
Fyrir fundinum liggja nýjar reglur Múlaþings um fjárhagsaðstoð. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um fjárhagsaðstoð hjá Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samningar við íþróttafélög 2025

Málsnúmer 202410155Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningum við íþróttafélög í Múlaþingi fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð felur starfsmanni að klára samninga til eins árs við eftirfarandi félög í samræmi við umræður á fundinum: Akstursíþróttaklúbbinn Start, Bogfimideild Skotfélags Austurlands, Golfklúbb Fljótsdalshéraðs, Golfklúbb Seyðisfjarðar, Íþróttafélagið Huginn, Íþróttafélagið Hött, Lyftingafélag Austurlands, Skíðafélagið í Stafdal, Ungmennafélagið Neista og Ungmennafélagið Þrist.

Fjölskylduráð hyggst gera reglur vegna samninga við íþróttafélög á næsta ári. Verkefnisstjóra íþrótta- og tómstundamála falið að hefja undirbúning að þeirri vinnu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (ÁMS)

Fulltrúi V-listans (ÁMS) leggur fram eftirfarandi bókun: Ég tel mig ekki geta samþykkt þessa bókun þar sem forsendur fyrir hverri og einni styrkupphæð liggja ekki fyrir. Því sit ég hjá en fagna því að fjölskylduráð og starfsmenn muni brátt hefja vinnu við mótun reglna vegna samninga við íþróttafélög, en Fjölskylduráð ætti að taka samninga við íþróttafélögin fyrir og endurskoða þá gagngert út frá m.a. iðkendafjölda, aldursskiptingu, aðstöðu, kostnaði, umhverfi, framboði ofl.

3.Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs

Málsnúmer 202401019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um samstarf milli Stafdals og Oddskarðs fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar

4.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings

Málsnúmer 202311013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings fyrir árið 2025. Jafnframt liggur fyrir minnisblað með tillögu frá mannauðs- og launadeild, dagsett 10. 12. 2024, um að halda sama hreyfi- og heilsueflingarstyrk og hefur verið síðustu fjögur árin en að bæta við fríu sundkorti til starfsfólks sveitarfélagsins sem yrði úthlutað eftir ákveðnum reglum.
Fjölskylduráð tekur vel í tillöguna enda vill það styðja mannauðsstefnu Múlaþings sem leggur meðal annars áherslu á heilbrigði og vellíðan á vinnustöðum. Vonar fjölskylduráð að sundkortin verði hvatning fyrir starfsfólk til aukinnar hreyfingar. Fræðslustjóra er falið að uppfæra reglurnar í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?