Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

91. fundur 09. janúar 2024 kl. 12:30 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Júlía Sæmundsdóttir fræðslustjóri og félagsmálastjóri
Jón Jónsson lögmaður sat fundinn undir 11. lið.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Heiðdís Ragnarsdóttir, Sigríður Alda Ómarsdóttir og Erna Rut Rúnarsdóttir sátu 1. - 6. lið. Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir og Arna Magnúsdóttir sátu 5.- 7. lið.
Einnig sátu eftirfarandi skólastjórnendur liði sinna skóla. Sigríður Herdís Pálsdóttir skólastjóri Tjarnarskógar og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir skólastjóri Bjarkartúns sátu 1. lið. Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla sat 6. lið og Þorbjörg Sandholt sat 7. lið.
Marta Wium Hermannsdóttir leikskólafulltrúi, Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi sátu 1. - 9. lið og Dagný Erla Ómarsdóttir sat 8. lið.

1.Ytra mat leikskóla 2023

Málsnúmer 202306012Vakta málsnúmer

Menntamálastofnun hefur samþykkt umbótaáætlanir vegna ytra mats fyrir leikskólana Bjarkatún og Tjarnarskóg.

Lagt fram til kynningar.

2.Erindi frá foreldrum fyrstu bekkinga á Egilsstöðum

Málsnúmer 202312331Vakta málsnúmer

Í upphafi fundar gerðu Eyþór Stefánsson, Jóhann Hjalti Þorsteinsson og Björg Eyþórsdóttir grein fyrir mögulegu vanhæfi sínu. Atkvæðagreiðsla fór fram um vanhæfi þeirra:
Jóhanns Hjalta Þorsteinssonar, samþykkt samhljóða.
Eyþór Stefánsson, fjórir samþykktu (SG, ES, GBH, BE), þrír sátu hjá (ÁMS, GLG, JHÞ)
Björg Eyþórsdóttir, fellt með þrír atkvæðum (SG, ES, GBH, BE) og þrír sátu hjá (ÁMS, GLG, JHÞ).

Fyrir liggur erindi frá Vigdísi Diljá Óskarsdóttur fyrir hönd foreldra tilvonandi fyrsta bekkjar á Egilsstöðum, dagsett 21.12. 2023. Í bréfinu er fjölskylduráð beðið um að endurskoða tilhögun sumarfrís leikskólans Tjarnarskógar sumarið 2024 og óskað eftir rökstuðningi fyrir breytingum á lokun leikskólans. Að lokum skora foreldrar á Múlaþing að tryggja vistunarúrræði fyrir verðandi fyrsta bekk að fimm vikna sumarfríi loknu.

Í reglum leikskóla í Múlaþingi segir að leikskólar séu lokaðir í 5 vikur eða 25 virka daga, vegna sumarleyfa og skiptist sumarlokunin í tvö tímabil milli ára; fyrra tímabil, júní-júlí, og seinna tímabil júlí-ágúst en í sumar er fyrra tímabilið. Á vormánuðum verður starfandi starfshópur sem vinnur að framtíðarfyrirkomulagi sumarleyfa og inn í þeim hópi verður m.a. fulltrúi foreldra. Jafnframt mun foreldrum gefast tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri í könnun sem lögð verður fyrir foreldra leikskólabarna. Varðandi skipulag sumarfrístundar þá verður reynt að tryggja verðandi fyrstu bekkingum pláss. Fræðslustjóra er falið að svara foreldrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjöldi leikskólabarna skólaárið 2023-2024 og biðlisti yngstu barnanna eftir leikskólaplássi í júlí 2023

Málsnúmer 202307040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um áætlaða þörf fyrir leikskólapláss á Egilsstöðum og Fellabæ miðað við mannfjöldaspá til 2033. Einnig er yfirlit yfir fjölda leikskólaplássa og hvernig skólaárið 2024-2025 lítur út hvað varðar pláss fyrir yngstu börnin.

Lagt fram til kynningar

4.Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um starfsemi leikskóla á milli hátíða 2023, lagt fram til kynningar. Jafnframt liggur fyrir fundinum erindisbréf fyrir starfshóps um betri vinnutíma starfsfólks leikskóla og fyrirkomulag sumarleyfa í leikskólum. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum og aðgerðaráætlun fyrir 1. apríl 2024. Fulltrúi meirihlutans í starfshópnum verður Björg Eyþórsdóttir, fyrir minnihlutann verður Jóhann Hjalti Þorsteinsson og fyrir hönd foreldra verður Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reglur um sveiganleg skil á milli leik- og grunnskóla

Málsnúmer 202401006Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um sveigjanleg skil milli leik- og grunnskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Viðbrögð við fyrirhugaðri fjölgun leikskólabarna á Héraði

Málsnúmer 202311344Vakta málsnúmer

Fulltrúar Austurlistans og VG lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu.

Fjölskylduráð frestar málinu þar til allar forsendur eru komnar fram og heildstæð lausn lögð fram í samræmi við fyrirsjáanlegar þarfir í leikskólamálum og Fellaskóla. Fellaskóli fær Hádegishöfða til afnota á næsta skólaári enda gefa mannfjöldaspár ekki tilefni til fyrirsjáanlegra vandkvæða í leikskólamálum á þeim tíma. Með þessu móti gefst tími til að vinna að heildstæðri lausn í þessum málum.
Breytingartillagan var felld með fjórum atkvæðum (SG, BE, GLG og GBH) gegn þremur (ES, ÁMS og JHÞ).


Samkvæmt áætlun um nýframkvæmdir í Múlaþingi á að taka nýjan leikskóla í notkun á Egilsstöðum árin 2029-2030. Stefna Múlaþings er að veita öllum börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri og hefur það markmið tekist hingað til. Fjölskylduráð vill hafa fyrirsjáanleika á því hvernig brugðist verði við, þar til nýr leikskóli verður tekinn í notkun, þannig að áfram verði hægt að veita öllum börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri.
Fjölskylduráð samþykkir að opna gamla Hádegishöfða sem leikskóla, að hluta eða að öllu leyti um leið og þess gerist þörf. Ráðið samþykkir jafnframt að Fellaskóli fái að nýta húsnæðið við gamla Hádegishöfða þar til opna þarf leikskóla þar að nýju. Fræðslustjóra er falið, í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið, að fara í greiningarvinnu á húsnæðisþörf Fellaskóla, þannig að hægt sé að gera fullnægjandi ráðstafanir í húsnæðismálum skólans ef hann missir aðstöðu að hluta eða öllu leyti í gamla Hádegishöfða.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum (SG, BE, GLG og GBH) gegn þremur (ES, ÁMS og JHÞ).

Fulltrúar Austurlistans, VG og Miðflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

Það er niðurlægjandi að tíma nefndarmanna og starfsfólks sé varið í að vinna gögn þegar innihald þeirra skipta engu máli í niðurstöðu mála.

Mannfjöldaspár gefa lítið ef nokkurt tilefni til að taka ákvörðun í slíkum flýti. Sú niðurstaða sem meirihlutinn keyrir hér í gegn í trássi við fagsvið og skólastjórnendur býr til fleiri vandamál en henni er ætlað að leysa. Minnihlutinn fer fram á að meirihluti kynni tillögu að breyttri forgangsröðun er snúa að uppbyggingu grunnskóla með áherslu á Fellaskóla á næsta fundi ráðsins en eðlilegra hefði verið að hún lægi fyrir áður en þessi ákvörðun var tekin. Tryggja þarf að skólastarf Fellaskóla verði ekki sett í frekara uppnám og að komið verði í veg fyrir frekari sóun á fjármunum sveitarfélagsins með þeim tvístígandahætti sem hér er boðaður. Liggja þarf fyrir skilgreining á því hversu mörg börn þurfi að vera á biðlista til þess að Fellaskóla sé gert að víkja úr Hádegishöfða. Minnihlutinn telur eðlilegra að leysa mögulegan leikskólavanda frekar en að færa vandamálið annað.

7.Ytra mat - Djúpavogsskóli 2020

Málsnúmer 202011035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur staðfesting sveitarfélagsins á lokum úttektar á ytra mati Djúpavogsskóla, ásamt staðfestingu Menntamálastofnunar á því að málinu sé lokið af hennar hálfu.

Lagt fram til kynningar.

8.Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs

Málsnúmer 202401019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Snædísi Snorradóttur og Ashley Milne, dagsett 29. 12 2023, þar sem óskað er eftir samstarfi milli skíðasvæðanna Starfdals og Oddskarðs. Samstarfið snýr að aðgangi árskortshafa skíðasvæðanna að báðum skíðasvæðunum.

Fjölskylduráð fagnar samstarfi skíðasvæðanna og samþykkir fyrir sitt leyti útfærslu á sameiginlegum aðgangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra var lögð fram til kynningar.

10.Gott að eldast, förum alla leið, samþætt þjónusta í heimahúsum

Málsnúmer 202308168Vakta málsnúmer

Múlaþingi hefur borist tilboð um samning milli sveitarfélagsins og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um stöðugildi í eitt ár að upphæð 15 m.kr. vegna tengiráðgjafa sem hefur það markmið að auka virkni eldri borgara og jaðarhópa. Stöðugildið tengist verkefninu Gott að eldast, samþætt þjónusta í heimahúsum og á að nýtast að einhverju leyti inn í heima- og endurhæfingarteymi í sambandi við verkefnið.

Fjölskylduráð fagnar boðinu og felur félagsmálastjóra að ráða starfsmann eða verktaka í starfið.

Samþykkt samhljóða.

11.Samskipti við BOFS vegna barnaverndarmáls

Málsnúmer 202401025Vakta málsnúmer

Málið í vinnslu.

12.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024

Málsnúmer 202312043Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi Samtaka um kvennaathvarf þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2024. Samþykkt er að veita Kvennaathvarfinu 200.000,- kr. í stuðning á yfirstandandi ári. Tekið af lið 9160.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?