Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

105. fundur 28. maí 2024 kl. 12:30 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Aðalheiður Árnadóttir verkefnastjóri í félagslegri ráðgjöf og stuðningi
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Dagný Erla Ómarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Þóra Björnsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
  • Helga Þórarinsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Júlía Sæmundsdóttir fræðslustjóri og félagsmálastjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Heiðdís Ragnarsdóttir og Erna Rut Rúnarsdóttir sátu lið 1. Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu lið 1. Sóley Þrastardóttir áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla sat lið 1. Eftirfarandi skólastjórar fylgdu sínum fjárhagsáætlunum eftir í lið 1 - Sigríður Herdís Pálsdóttir skólastjóri Tjarnaskógar, Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla, Kristín Guðlaug Magnúsdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla, Ásgrímur Ingi Arngrímsson skólastjóri Brúarásskóla, Þorbjörg Sandholt skólastjóri Djúpavogsskóla, Sóley Þrastardóttir skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

1.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2025

Málsnúmer 202405185Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að taka saman minnisblað um óskir ráðsins um hækkun ramma fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar fræðslumála fyrir árið 2025, í samræmi við umræður á fundi.
Jafnframt óskar fjölskylduráð að fræðslustjóri fylgi málinu eftir á byggðaráðsfundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2025

Málsnúmer 202405187Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi ramma fjárhagsáætlunar félagsþjónustu fyrir árið 2025.

Samþykkt samhljóða með handsauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun íþrótta- og frístundamála 2025

Málsnúmer 202405186Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi ramma fjárhagsáætlunar íþrótta- og frístundamála fyrir árið 2025.

Samþykkt samhljóða með handsauppréttingu.

4.Frístundastarf barna með sértækan stuðning

Málsnúmer 202405188Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að skipulagi um aðstöðu fyrir frístundastarf barna með sértækan stuðning.

Fjölskylduráð samþykkir að frístundastarf fyrir börn með sértækan stuðning úr Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði staðsett í gamla Hádegishöfða, frá og með hausti 2024.

Samþykkt samhljóma með handauppréttingu.

5.Sumarfrístund 2024

Málsnúmer 202403206Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærð drög að gjaldskrá fyrir sértækt frístundastarf barna sumarið 2024.

Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrána samhljóma með handauppréttingu.

6.Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs

Málsnúmer 202401019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá sveitarstjórn Múlaþings, dags. 08.05 2024 og byggðaráðs, dags 21.05 2024, um að fjölskylduráð taki til umfjöllunar málefni skíðasvæða í Múlaþingi ásamt því að taka til umfjöllunar niðurstöður samráðsfundar er Austurbrú stóð fyrir varðandi framtíð skíðasvæða á Austurlandi, þær liggja fyrir.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að ræða við Austurbrú um að mynda og halda utan um þróunarhóp um framtíð skíðasvæðana á Austurlandi. Í hópunum ættu fulltrúar frá Múlaþingi og Fjarðabyggð sæti ásamt hagsmunaaðilum. Verkefni hópsins væri að móta framtíðarsýn fyrir svæðin til skemmri tíma og á þeim grunni leggja til aðgerðir sem sveitarfélögin geta tekið afstöðu til.

Jafnframt óskar fjölskylduráð eftir að umhverfis- og framkvæmdasvið vinni kostnaðar- og rekstrargreiningu á æfingasvæði með snjóframleiðslu í Selskógi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skíðasvæðið í Stafdal, lokaskýrsla 2023-2024

Málsnúmer 202405182Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að skýrslu skíðasvæðisins í Stafdal vegna tímabilsins 2023-2024. Fjölskylduráðið þakkar forstöðumanni fyrir ítarlegra og greinagóða skýrslu.

Lagt fram til kynningar.

8.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?