Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

101. fundur 27. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 1 og 2.

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 5. fundi stýrihóps um gerð nýs aðalskipulags Múlaþings. Jafnframt eru lögð fram drög að skipulagslýsingu og minnislað um sveitarfélagsmörk.
Lagt er fram til kynningar minnisblað 2 um flokkun landbúnaðarlands og skráningu vega. Gert er ráð fyrir umræðu um það á næsta fundi ráðsins.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um byggingarheimild, Vesturvegur 1, 710,

Málsnúmer 202308099Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju mál varðandi grenndarkynningu byggingaráforma við Vesturveg 1 á Seyðisfirði.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu byggingaráforma við Vesturveg 1 er lokið. Íbúar að Vesturvegi 3 gera athugasemdir við að útsýni þeirra skerðist við tilkomu spennistöðvarinnar og í fyrri athugasemd frá húseiganda fylgdi með mynd sem sýnir ætlaða útsýnisskerðingu.
Ráðið hefur fjallað um athugasemdina og farið yfir minnisblað frá RARIK um málið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að um sé að ræða slíka útsýnisskerðingu sem húseigendur halda fram, en um er að ræða lágreista og umfangslitla byggingu í tæplega 60 metra fjarlægð. Telja verður að óþægindi, skuggavarp og útsýnisskerðing sem íbúar að Vesturvegi 3 kunna að verða fyrir vegna spennistöðvarinnar sé ekki umfram það sem íbúar í þéttbýli megi almennt búast við, en á svæðinu sem er miðsvæðis í þéttbýlinu er byggðin þétt og umferð mikil enda er þetta svæði á aðalgatnamótunum í bænum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1(ÁMS) situr hjá.

3.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2024

Málsnúmer 202308176Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að láta uppfæra húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra skipulagsmála að uppfæra áætlunina miðað við núverandi stöðu og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulagsbreyting, Borgarland 27-29 og 50-54

Málsnúmer 202309084Vakta málsnúmer

Óveruleg breyting á deiliskipulagi Borgarlands, efsta hluta á Djúpavogi var kynnt í Skipulagsgátt frá 20. október með athugasemdafresti til 17. nóvember sl. Breytingin var einnig grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Borgarland 21, 38, 40, 42, 44 og 46. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá HEF veitum, Minjastofnun Íslands og RARIK.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

5.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024

Málsnúmer 202311115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal með eftirfarandi breytingum:
Fundir í apríl verða haldnir 15., 22. og 29 apríl.
Fundir í maí verða haldnir 6., 13. og 27. maí.
Fundir í júní verða haldnir 3. og 24. júní auk þess sem möguleiki er á fundi 10. júní gerist þess þörf.

Samþykkt samhljóða.

6.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur minnisblað starfsmanna um gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir tilboðum í gerð áætlunarinnar.

Samþykkt samhljóða.

7.Samningur um greiðslu afgjalds vegna efnistöku við Eyvindará

Málsnúmer 202309158Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að samningi við Ríkiseignir um greiðslu afgjalds vegna efnistöku við Eyvindará.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar honum til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

8.HEF veitur, staða verkefna

Málsnúmer 202211274Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri HEF veitna kynnir stöðu verkefna og fer yfir 3-5 ára fjárfestingaráætlun fyrirtækisins.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 10:15

9.Rammasamningur, íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202103138Vakta málsnúmer

Til stóð að Ómar Guðmundsson kynnti þau verkefni sem Hrafnshóll vinnur að í sveitarfélaginu og stöðu þeirra.

Máli frestað.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?