Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

56. fundur 12. mars 2025 kl. 13:00 - 14:35 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Ásta Tryggvadóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
  • Björn Ingimarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ársreikningur Múlaþings 2024

Málsnúmer 202502162Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson fráfarandi sveitarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Múlaþings fyrir árið 2024.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings 2024 til seinni umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 10.03.2025, varðandi Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045. Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir kom til svara, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir til svara, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga vegna nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 verði kynnt, í Skipulagsgátt og á íbúafundum, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum einn sat hjá (ÞJ)

3.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 17.02.2025 varðandi umferðaröryggisáætlun Múlaþings. Með áætluninni er sett fram heildarsýn um umferðaröryggismál í sveitarfélaginu en einnig er með henni mótuð aðgerðaráætlun sem er liður í því að fækka slysum og auka lífsgæði íbúa Múlaþings sem og annarra sem ferðast um sveitarfélagið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi Umferðaröryggisáætlun Múlaþings og felur sveitarstjóra að sjá til þess að hún verði birt og kynnt á miðlum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fæðisgjöld í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202501066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 04.03.2025 varðandi fæðisgjöld í leikskólum Múlaþings. Uppfærð gjaldskrá samræmir fyrri gjaldskrár vegna fæðiskostnaðar leikskólabarna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá vegna fæðis í leikskólum Múlaþings og felur sveitarstjóra að birta hana. Gildistaka þessarar gjaldskrár er frá og með 1. ágúst 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Málstefna

Málsnúmer 202309028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 04.03.2025 varðandi málstefnu fyrir Múlaþing sem unnin er í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi málstefnu Múlaþings.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

6.Samstarfssamningur um byggðasamlag, Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202012071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 04.03.2025 varðandi samning um úrgöngu Fljótsdalshrepps úr Minjasafni Austurlands bs. auk nýrra samþykkta fyrir Minjasafn Austurland.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi, milli Múlaþings og Fljótsdalshrepps varðandi breytt rekstrar- og eignafyrirkomulag á Minjasafni Austurlands, með athugasemdum sem fram koma í fundagerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 4.3.2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Djúpavogs, dags. 06.03.2025 þar sem skorað er á sveitarstjórn Múlaþings að þrýst verði á að færa Axarveg af G-reglu yfir á F reglu, þannig að það verði fastir tveir ruðningsdagar í viku yfir vetrarmánuðina. Einnig þarf að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu á veginum án tafar.

Til máls tóku: Guðný Lára Guðrúnadóttir og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að senda beiðni á ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála um að tryggja Vegagerðinni þá fjármuni sem þarf til færa Axarveg af G-reglu yfir á F-reglu, þannig að það verði fastir tveir ruðningsdagar í viku yfir vetrarmánuðina. Einnig samþykkir sveitastjórn að senda beiðni á Vegagerðina að færa Axarveg af G-reglu yfir á F-reglu.

Sveitarstjórn hvetur einnig ráðherra til að taka framkvæmdir við Axarveg af lista yfir PPP verkefni og setja fjármuni í gerð vegarins á næstu samgönguáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Heimastjórn Borgarfjarðar - 57

Málsnúmer 2502021FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 6 Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason og Eyþór Stefánsson

Lagt fram til kynningar.

9.Heimastjórn Djúpavogs - 58

Málsnúmer 2502014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 56

Málsnúmer 2502017FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Vilhjálmur Jónsson er kom til svara, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 54

Málsnúmer 2502007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Byggðaráð Múlaþings - 143

Málsnúmer 2502004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Byggðaráð Múlaþings - 144

Málsnúmer 2502009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Byggðaráð Múlaþings - 145

Málsnúmer 2502016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 140

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 141

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 142

Málsnúmer 2502015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð Múlaþings - 125

Málsnúmer 2502008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð Múlaþings - 126

Málsnúmer 2502012FVakta málsnúmer

Til máls tók Guðný Lára Guðrúnardóttir vegna liðar 1.

Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 127

Málsnúmer 2502019FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Þröstur Jónsson er bar upp fyrirspurn og Björg Eyþórsdóttir sem kom til svara.

Lagt fram til kynningar.

21.Ungmennaráð Múlaþings - 37

Málsnúmer 2503001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 14:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd