Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

109. fundur 26. febrúar 2024 kl. 08:30 - 11:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Formaður (JB) vakti athygli á vanhæfi sínu sem safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands vegna umræðu um framsal Angró, og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. ÞB bar upp tillögu um vanhæfi JB og var hún samþykkt samhljóða. JB yfirgaf fundinn.

Hafnarstjóri kynnti samantekt á á útlögðum kostnaði við endurbætur á Angró húsinu, skemmu og framsali.

Formaður (JB) kom til fundar og tók við stjórn hans að nýju.
Hafnarstjóri fór yfir ýmis málefni er tengjast höfnum Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Björn Ingimarsson, hafnarstjóri - mæting: 08:30

2.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202402003Vakta málsnúmer

Fundargerðir frá 460. og 461. fundum Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.
Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.Umsókn um lóðaleigusamning, Miðvangur 8

Málsnúmer 202208148Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dags. 21. febrúar 2024 frá Sigurgarði ehf., lóðarhafa við Miðvang 8 á Egilsstöðum, þar sem óskað er eftir heimild til gerðar lóðaleigusamnings með vísan til 7. greinar reglna Múlaþings um úthlutun lóða. Sigurjón Bjarnason fylgdi erindinu eftir á fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að veita lóðaleigusamning til Sigurgarðs ehf., með vísan til 7. greinar reglna Múlaþings um úthlutun lóða.
Forsendur fyrir ákvörðun ráðsins er að fyrir liggur samningur um framkvæmdina sem að mati ráðsins uppfyllir nauðsynleg skilyrði í þessu tilviki til gerðar lóðaleigusamnings.
Ráðið sýnir því skilning að framkvæmdir hafi tafist vegna meiri dýptar á lóð en áætlað var og vísar einnig til þess að umrætt verkefni er um margt sérstakt á landsvísu og samfélagslega mikilvægt.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurjón Bjarnason - mæting: 09:00

4.Fjárfestingaráætlun 2024

Málsnúmer 202308041Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu verkefna á fjárfestingaráætlun 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingu á fjárfestingaráætlun 2024. Ráðið bendir á að endurskoða þarf 10 ára fjárfestingaráætlun í heild sinni í haust.

Samþykkt samhljóða.

5.Hleðslustöðvar í Múlaþingi

Málsnúmer 202309071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að auglýsingu vegna útboðs á svæði til reksturs hleðslustöðva á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir drög að auglýsingu vegna útboðs á svæði til reksturs hleðslustöðva við Kaupvang 9-11 á Egilsstöðum. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.

6.Samráðsgátt. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 202401124Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun frá síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs er lögð fram til staðfestingar umsögn Múlaþings við drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem kynnt var í Samráðsgátt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 (ÁMS og ÞÓ) sitja hjá.

7.Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194Vakta málsnúmer

Formaður (JB) vakti athygli á mögulegu vanhæfi ÁMS sem er formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) en samtökin skiluðu inn athugasemd á kynningartíma skipulagsins.
ÁMS gerði grein fyrir stöðu sinni og færði rök fyrir því að ekki væri um vanhæfi að ræða.
Tillaga um vanhæfi ÁMS var borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum, 3 voru á móti (ÁMS, ÁHB, ÞÓ).

ÁMS lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég andmæli þessari ákvörðun ráðsins um vanhæfi mitt og tel hana ólögmæta. Hún brýtur gegn skoðanafrelsi mínu og felur í sér mismunun sem er brot á stjórnarskránni. Ég mun kæra þessa ákvörðun til Innviðaráðuneytisins.
Ég óska eftir því að afgreiðslu þessa máls verði frestað þar til niðurstaða frá Innviðaráðuneytinu liggur fyrir.

Tillaga ÁMS um að málinu yrði frestað var borin upp og felld með 4 atkvæðum gegn 3(ÁMS, ÁHB, ÞÓ).

ÁMS vék af fundi og kallaði inn varamann sinn, Huldu Sigurdís Þráinsdóttur, sem tók sæti við umræðu og afgreiðslu fundarins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu nýs deiliskipulags frístundabyggðar við Eiða. Jafnframt er lagt fram minnisblað með tillögu að viðbrögðum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulagstillagan verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 eru á móti (ÁHB, HSÞ, ÞÓ).

Fulltrúar V-lista (HSÞ, ÞÓ) og L-lista (ÁHB) lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við teljum okkur ekki fært að samþykkja uppfærslu á skipulagstillögu deiliskipulags frístundabyggðar á Eiðum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað að svo stöddu, þar sem við teljum svörin við umsögnum sem bárust ófullnægjandi. Sérstaklega er um að ræða athugasemdir Minjastofnunar þar sem kemur fram að ekki sé hægt að gefa umsögn meðan skráningu menningarminja innan svæðisins er ekki lokið og því ekki hægt að leggja mat á áhrif skipulagsins á þær. Í öðru lagi teljum við að ekki sé brugðist á fullnægjandi hátt við athugasemd heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem kemur fram að skýra þurfi framkvæmd mótvægisaðgerða vegna þess birkiskógar sem þarf að fjarlægja. Sama gildir um athugasemd Skógræktarinnar um eyðingu skóga. Athugasemd Náttúrufræðistofnunar er varðar æskilega fjarlægð mannvirkja frá vatnsbakka er auk þess ekki svarað eins og við teljum æskilegt.

8.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað frá verkefnastjóra framkvæmdamála varðandi framtíðarhlutverk gömlu kirkjunnar á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur heimastjórn Djúpavogs að taka ákvörðun um framtíðarnýtingu gömlu kirkjunnar svo hægt sé að ljúka framkvæmdum við húsið í samræmi við notkun þess.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmdamála - mæting: 10:35

9.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir stöðu undirbúnings vegna gerðar Umferðaröryggisáætlunar Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga til samninga við ráðgjafa um gerð umferðaröryggisáætlunar í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Samþykkt samhljóða.

10.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 10. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 27

Málsnúmer 2402010FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 27. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 11:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?