Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

52. fundur 09. janúar 2025 kl. 08:30 - 09:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Tillaga að rekskrarleyfi Kaldvíkur hf.til fiskeldis í Seyðisfirði

Málsnúmer 202412089Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá Matvælastofnun, dagsett 12.12.2024 að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Athugasemdum við tillöguna skal skila inn á eigi síðar en 20.jan 2025.

Heimastjórn vísar til fyrri umsagnar sinnar sem samþykkt var að senda inn á 46. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

Jón Halldór Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Nú hefur Matvælastofnunin auglýst fyrirhugað rekstrarleyfi vegna laxeldis í Seyðisfirði.
Margir aðilar, opinberir aðilar, íbúar á Seyðisfirði og fleiri hafa bent á ágalla þessarar atvinnustarfsemi í Seyðisfirði.
Laxeldið er í trássi við eindreginn vilja íbúa á svæðinu. Taka ber tillit til þess.
Komið hefur fram að eldiskvíarnar takmarka öryggi siglinga skipa í firðinum.
Burðarþolsmat Hafrannsóknarstofnunar er upp á 10 þúsund tonna lífmassa. Heimamenn vilja að náttúran njóti vafans og benda á slæm dæmi um afleiðingar erlendis. Eftirlitsskylda leyfishafa varðandi slysa sleppingar lús og fleira er ekki trygg leið til að fylgjast með umhverfisáhrifum.
Fiskeldiskvíarnar og festur þeirra mega ekki fara inn á helgunarsvæði FARICE og vakin er athygli á því að rekstrarleyfishafa sé treyst til að uppfylla þetta atriði.
Undirritaður vekur hér með athygli viðkomandi á þeim ágöllum sem málinu eru og vonar að sveitarstjórn standi með íbúum í þessu máli.
Jón Halldór Guðmundsson.

2.Sorphirða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202501030Vakta málsnúmer

Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála.
Heimastjórn bendir á að á heimasíðu Múlaþings er að finna sorphirðudagatöl sem og ábendingagátt. Mikilvægt er að íbúar láti vita í gegnum ábendingagáttina verði misbrestur á sorphirðu, hjálpar það við að koma sorphirðu í rétt horf.
Í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að Múlaþing vill aftur biðja íbúa sína afsökunar á þeirri röskun sem hefur orðið á sorphirðu og þakkar um leið fyrir þær ábendingar sem hafa borist vegna hennar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Stefáni Aspari fyrir góða yfirferð og upplýsingagjöf.

3.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt af ábendingum og athugasemdum frá íbúum sveitarfélagsins sem fram komu á sveitarstjórnarbekknum 14.desember 2024 og varðar snjóhreinsun, sorphirðu, hálkuvarnir og atvinnumál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar vísar athugasemdum er fram komu varðandi nýsköpunarstyrki og uppbyggingu til atvinnu- og menningarmálastjóra til umfjöllunar og svara. Varðandi snjómokstur og sorphirðumál er lúta að upplýsingagjöf tekur heimastjórn undir að efla þarf upplýsingagjöf og beinir til umhverfis-og framkvæmdaráðs að sjá til þess að þær verði bættar. Þá beinir heimastjórn Seyðisfjarðar þeirri athugsemd að hálkuvarnir á gönguleiðum á Seyðisfirði sé ábótavant til forstöðumanns áhaldahússins á Seyðisfirði. Starfsmanni falið að koma ofangreindum athugasemdum á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur fyrir til umsagna bókun umhverfis-og framkvæmdaráðs dagsett 12.desember sl. er varðar tillögu að umferðaröryggisáætlun Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við tillögu umhverfis-og framkvæmdaráðs að umferðaöryggisáætun Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


5.Hreindýraarður 2024

Málsnúmer 202412023Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsett 4.desember 2024, ásamt drögum að hreindýraarði fyrir árið 2024 á áfangasvæði/jarðir í sveitarfélaginu.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?